Formálsorð, a,b,c,d,h,p

Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum,

a) sem minnast meginreglna, sem kunngerðar eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðfædd göfgi og verðleikar og jöfn og óafsakanleg réttindi allra manna eru viðurkennd sem hornsteinn frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,

b) sem viðurkenna að Sameinuðu þjóðirnar hafa kunngert og samþykkt, með almennu mannréttindayfirlýsingunni og alþjóðasamningunum um mannréttindi, að öllum mönnum beri öll þau réttindi og eigi tilkall til þess frelsis sem þar er greint frá, án aðgreiningar, í hvaða mynd sem er,

c) sem árétta algildi gervallra mannréttinda og mannfrelsis og að þau eru óskiptanleg, háð innbyrðis og tengd og nauðsyn þess fyrir fatlað fólk að því sé tryggð þau réttindi og frelsi að fullu án mismununar

d) sem minnast alþjóðasamningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, alþjóðasamningsins um afnám alls kynþáttamisréttis, samningsins um afnám allrar mismununar gagnvart konum, samningsins gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða lítillækkandi meðferð eða refsingu, samningsins um réttindi barnsins og alþjóðasamningsins um verndun réttinda allra farandlaunþega og fjölskyldumeðlima þeirra.

h) sem viðurkenna einnig að mismunun gagnvart sérhverjum einstaklingi vegna fötlunar gangi í berhögg við meðfædda göfgi og verðleika mannsins,

p) sem hafa áhyggjur af erfiðum aðstæðum sem fatlað fólk, sem reynir fjölþætta eða stóraukna mismunun sakir kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðlegs, þjóðernislegs eða félagslegs uppruna eða frumbyggjaættar, eigna, ætternis, aldurs eða annarrar stöðu, stendur frammi fyrir,