Úttekt SÞ á stöðu mannréttindamála hér á landi

Á þessu ári stendur yfir af hálfu Sameinuðu þjóðanna önnur úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi en fyrsta úttektin fór fram árið 2008 þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu almenna úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum (Universal Periodical Review, UPR). Tilgangur úttektarferlisins er að varpa ljósi á það sem vel er gert í mannréttindamálum og benda á atriði sem betur mega fara.

Á þessu ári stendur yfir af hálfu Sameinuðu þjóðanna önnur úttekt á stöðu mannréttindamála hér á landi en fyrsta úttektin fór fram árið 2008 þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu almenna úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum (Universal Periodical Review, UPR). Tilgangur úttektarferlisins er að varpa ljósi á það sem vel er gert í mannréttindamálum og benda á atriði sem betur mega fara.

 Í úttektarferlinu er lögð áhersla á að frjálsum félagasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum gefist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við mannréttindaráð SÞ sem annast endurskoðunina með því að skila skýrslu til skrifstofu mannréttindafulltrúa SÞ.

Nánari umfjöllun um framkvæmd úttektanna á vef Velferðarráðuneytisins má lesa hér

 Hér má lesa skýrslu sem Landssamtökin Þroskahjálp sendu skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna 22. mars sl.