Reglur um hvernig stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga eiga að fara með mál, svara umsóknum um þjónustu o.þ.h.

Stjórnsýsla í málefnum fatlaðs fólks. Landsþingið telur vera mikið áhyggjuefni hversu mörg dæmi eru um að sveitarfélög fari ekki að réttum málsmeðferðarreglum sem mælt er fyrir um í lögum og reglum, s.s. í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, við meðferð og töku ákvarðana sem varða þjónustu við fatlaða einstaklinga. Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar krefst þess að sveitarfélög virði stjórnsýslureglur í málum er varða þjónustu við fatlað fólk og réttindi þess. Þessum reglum er ætlað að stuðla að því að stjórnvöld vandi meðferð mála og undirbúning og töku ákvarðana. Það er sérstaklega mikilvægt þegar um ríka hagsmuni fólks er að ræða, eins og mjög oft er raunin í málefnum fatlaðs fólks.

 

Stjórn-sýsla í mál-efnum fatlaðs fólks.

Lands-þingið telur vera mikið áhyggjuefni hversu mörg dæmi eru um að sveitar-félög fari ekki að réttum máls-meðferðar-reglum. Það á að gera eins og segir í lögum og reglum.

Eins og t.d. í reglu-gerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum við með-ferð og ákvarðanir sem eru teknar sem varða þjónustu við fatlaða einstaklinga.

Lands-þing Lands-samtakanna Þroska-hjálpar krefst þess að sveitar-félög virði stjórn-sýslu-reglur í málum er varða þjón-ustu við fatlað fólk og réttindi þess.-

Þessar reglur eru hugsaðar til þess að því að stjórn-völd vandi með-ferð mála og undir-búning og töku ákvarðana. Það er sérstaklega miki-lvægt þegar miklir  hags-munir fólks er að ræða, eins og mjög oft er raunin í mál-efnum fatlaðs fólks.

 

Um ályktunina.    

Reglur um hvernig stjórn-völd ríkis og sveitar-félaga eiga að haga sér í sam-skiptum við fólk eru settar til að stjórn-völd vandi sig örugg-lega vel þegar þau fjalla um mál og að fólk fái það sem það á rétt á.

Þessar reglur gilda meðal annars um hvernig stjórn-völd eiga að fjalla um og svara erindum fólks sem til þeirra leitar, s.s. með um-sóknir um ein-hvers konar þjónustu eða stuðning.

Mikil-vægustu reglurnar um hvernig ríki og sveitar-félög eiga að haga sér í sam-skiptum við fólk og þegar þau afgreiða mál þeirra er að finna í stjórn-sýslu-lögum.

Hér á eftir verður sagt svolítið frá helstu stjórn-sýslu-reglum og hvað þær þýða. Hvaða rétt fólk á og hvað skyldur stjórn-völd hafa.

Skrif-leg svör við erindum.                     

Stjórn-völd eiga að svara skrif-lega erindum sem þau fá skrif-lega, s.s. um-sóknum um þjónustu, aðstoð og annað þess háttar. Stjórn-völd eiga líka alltaf að svara um-sóknum og öðrum erindum skrif-lega ef um-sækjandi óskar eftir því að fá skrif-legt svar.

Skylda til að gefa fólki góðar og skýrar leið-beiningar (leið-beiningar-skylda).

Sjórn-völd eiga að gefa þeim sem til þeirra leita nauð-syn-lega að-stoð og leið-beiningar. Stjórn-völd eiga að gæta þess að gefa upp-lýsingar og leið-beiningar þannig að sá sem þarf að fá þær skilji þær vel. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að taka sérstaklega mikið tillit til fólks með þroskahömlun þegar þau veita þeim leiðbeiningar og upplýsingar og leggja sig fram við að aðstoða það við að skilja þær.

Skylda til að svara erindum eins fljótt og unnt er (máls-hraða-regla).                                                                                Stjórn-vald á að svara um-sóknum og taka ákvarðanir í málum eins fljótt og mögu-legt er.

Þegar ljóst er að afgreiðsla máls muni tefjast á stjórn-vald að skýra þeim frá því sem sótt hefur um þjónustu eða beint hefur annarri ósk eða erindi til stjórn-valds.

Stjórn-valdið á þá líka að upp-lýsa um ástæður tafanna og hvenær megi búast við að stjórn-valdið taki ákvörðun í málinu.

Rann-sóknar-reglan.    

 Stjórn-vald á að rannsaka mál nægi-lega vel og afla allra nauð-syn-legra upp-lýsinga og gagna til að það geti tekið rétta og sann-gjarna ákvörðun í málinu.

And-mæla-reglan.   

Stjórn-vald á að leyfa þeim sem hefur sótt um eitt-hvað eða óskað eftir ein-hverju að koma skoðunum sínum og upp-lýsingum á fram-færi við stjórn-valdið áður en það tekur ákvörðun í málinu. And-mæla-reglan er mikið tengd rann-sóknar-reglunni því að ef fólk fær ekki tæki-færi til að koma skoðunum sínum og upp-lýsingum sem það hefur á fram-færi við stjórn-vald áður en það tekur ákvörðun í málum þess er mikil hætta á að mál verði ekki nægi-lega rannsökuð og stjórn-valdið taki því ekki rétta og sann-gjarna ákvörðun.

Réttur til að fá upp-lýsingar.     

Sá sem sækir um eitthvað til stjórn-valds, s.s. einhvers konar þjónustu eða aðstoð eða óskar eftir einhverju frá stjórnvaldi, á rétt á nema í fáum undan-tekningar ti-lfellum, að fá öll skjöl gögn og upp-ýsingar sem tengjast málinu.

Rök fyrir því sem stjórn-völd ákveða.   

Stjórn-vald á að rök-styðja ákvörðun sína ef það sam-þykkir ekki um-sókn eða annað erindi og um-sækjandi óskar eftir rök-stuðningi.

Í rök-stuðningi fyrir ákvörðun sinni á stjórn-vald að greina frá á hvaða laga-reglum ákvörðun stjórn-valdsins byggist og helstu ástæðum og rökum fyrir því hvers vegna stjórn-valdið hefur tekið þannig ákvörðun í málinu.

Kærur til að fá ákvarðanir stjórn-valda endur-skoðaðar.   

 Þegar stjórn-vald sam-þykkir ekki umsókn eða annað erindi fólks, eiga þeir  að upp-lýsa fólk um hvort það geti kært ákvörðunina til ein-hvers aðila til að reyna að fá henni breytt og hvert það geti þá kært ákvörðun-ina og hvaða frest það hefur til að kæra ákvörðunina.

Að lokum.   

 Sem betur fer fara mörg stjórn-völd sveitar-félaga og ríkis vel eftir þessum miki-vægu stjórn-sýslu-reglum í sam-skiptum sínum við fatlað fólk og þegar þau leysa úr málum þeirra. Vinnu-brögð margra starfs-manna eru til fyrir-myndar.

Sam-kvæmt upplýsingum Landsamtakanna Þroskahjálpar eru þó of mörg dæmi um að stjórn-völd fjalli ekki um mál eða svari fólki eins og þau eiga að gera sam-kvæmt þessum stjórn-sýslu-reglum.

Þegar það gerist er ekki farið eftir réttum lögum og reglum.

það getur hæg-lega leitt til að fatlað fólk fái jafn-vel ekki  þá þjónustu eða aðra að-stoð sem það á rétt á.

Það er því mjög mikil-vægt að stjórn-völd fylgi þessum reglum vel.

Ef fólk telur að stjórn-völd hafi ekki farið eftir þessum reglum í sam-skiptum við það eða þegar þau fjalla um mál og taka ákvarðanir, getur fólk leitað ráða hjá réttinda-gæslu-mönnum.

Þeir geta leið-beint fólki um hvernig það getur leitað réttar síns.