Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar[1] um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla), 342. mál.

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á  framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd og Alþingi varðandi það.

 Samtökin fagna frumvarpinu og styðja það. Þau vilja þó benda á að Í frumvarpinu er einungis kveðið á um að almannaheillafélög geti nýtt hluta virðisaukaskatts sem kemur til vegna mannvirkjagerðar, byggingar húsnæðis og þess háttar. Samtökum eins og þroskahjálp myndi gagnast mikið að fá að nýta innskatt virðisaukaskatts vegna keyptrar ráðgjafar, markaðsþjónustu, framleiðslu kynningarefnis og fjáröflunar auk annarrar þjónustu sem er samtökunum nauðsynleg til að tryggja rekstrargrundvöll og starfsemi þeirra og til að geta miðlað mikilvægum upplýsingum varðandi aðstæður, þarfir og réttindi fatlaðs fólks til stjórnvalda og almennings.

 

Virðingarfyllst.

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.

Nálgast má frumvarpið sem umsögnin á við hér.

 



[1] Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og fólk með þroskahömlun. Samtökin byggja stefnu sína og starf á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum. Um 20 félög eiga aðild að samtökunum með um 6 þúsund félagsmenn. Samtökin fjármagna starfsemi sína að langmestu leyti með framlögum frá einstaklingum.