Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um ókeypis fræðslu og þjálfun foreldra barna með ADHD, 344. mál

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um ókeypis fræðslu og þjálfun foreldra barna með ADHD, 344. mál

     27. mars 2023

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið þingsályktunartillöguna til umsagnar og lýsa stuðningi við hana.

Mikilvægt er að efla foreldra í hlutverki sínu því að mörgu er að hyggja og mikilvægt er að námskeiðin séu aðgengileg öllum, óháð efnahag og stöðu að öðru leyti.

Í meginmarkmiðum farsældarlaganna kemur fram að fylgjast skuli með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu.

Þekking og fræðsla er alltaf af hinu góða og hvatning fyrir foreldra og aðstandendur að ákveða hvaða aðferðir og leiðir hægt er að nýta sér til að koma í veg fyrir alvarlega félags- og hegðunarerfiðleika, mótþróahegðun og kvíða og/eða þunglyndi. Samfélagið í heild sinni þarf að efla þekkingu sína á ADHD og bæta við úrræðum sem henta hverju barni.

 

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

 

Nálgast má þingsályktunartillöguna sem umsögnin á við hér