Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um aðkomu öryrkja og ellilífeyrisþega að kjaraviðræðum

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um aðkomu öryrkja og ellilífeyrisþega að kjaraviðræðum, 334. mál.

 

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið þingsályktunartillöguna  til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfærandi við velferðarnefnd og Alþingi varðandi hana.

Samtökin lýsa eindregnum stuðningi við þingsályktunartillöguna og taka heilshugar undir þau réttlætisrök og sjónarmið, sem hún byggist á og rakin eru í greinargerð með tillögunni.

 

Virðingarfyllst,
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

 

Nálgast má þingsályktunartillöguna sem umsögnin á við hér.