Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um félög til almannaheilla, 785. mál.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um félög til almannaheilla, 785. mál.

Landssamtökin þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks. Í samtökunum eru rúmlega 20 aðildarfélög með u.þ.b. sex þúsund félaga. Samtökin byggja stefnu sína og starf á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem eru áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja.

Samtökin þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið sent til umsagnar. Þau telja mikilvægt að það verði að lögum og hvetja því efnahags- og viðskiptanefnd til að beita sér fyrir því að Alþingi samþykki frumvarpið.

 

Virðingarfyllst,

f.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar,

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður.

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri.

Frumvarpið sem umsögnin á við má lesa hér