Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007 (greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris)

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007 (greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris), 435. mál.                     

                                                                                                                           5. desember 2022

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og lýsa styðja það en óska eftir að velferðarnefnd og Alþingi taki eftirfarandi til skoðunar og umfjöllunar.

Fötluð ungmenni hafa ítrekað þurft að endurnýja, með stuttu millibili, endurhæfingarlífeyrinn og skila inn endurhæfingaráætlun.

Óljóst er hvað hæfing eða endurhæfing felur í sér fyrir þau fötluðu ungmenni, sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna og/eða eru í vinnu með “Atvinnu með stuðningi” hjá Vinnumálastofnum.

Fötluð ungmenni fá synjun um örorkulífeyri með vísan til þess að endurhæfing sé ekki fullreynd, án þess að skýrt sé hvað á að endurhæfa og þrátt fyrir að fyrir liggi álit sérfræðinga, s.s. lækna um að frekari endurhæfing muni ekki skila árangri.

Ef endurhæfingin fellur niður er ekki hægt að endurnýja starfssamning hjá Vinnumálastofnun og getur það haft þær afleiðingar að viðkomandi fái ekki áframhaldandi starf með stuðningi.

 

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

 

Nálgast má lagafrumvarp sem umsögnin á við hér.