Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

 

Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi á framfærandi varðandi reglugerðardrögin.

Í 1. mgr. 2. gr. draganna segir:

“Heimilt er að úthluta sveitarfélögum framlögum úr Fasteignasjóði til eftirfarandi verkefna á grundvelli umsóknar þeirra: …”

 Samtökin telja mikilvægt og eðlilegt að rétt til að sækja um og fá framlög úr Fasteignasjóði hafi ekki einungis sveitarfélög heldur einnig félög sem byggja og/eða kaupa íbúðir sem leigðar eru fötluðu fólki og uppfylla skilyrði til að að fá stofnframlög samkvæmt lögum um almennar íbúðir og reglum sem settar eru samkvæmt þeim.

Í því sambandi benda samtökin einnig á að nokkurt ósamræmi virðist vera með framagreindu ákvæði og ákvæði c-liðar greinarinnar þar sem segir:

“Til stuðnings við nauðsynlegar endurbætur eða endurskipulagningar á eldra íbúðarhúsnæði fatlaðs fólks í eigu sveitarfélaga eða húsnæðis á vegum sjálfstæðra rekstraraðila.” (Undirstr. Þroskahj.)

Þá telja samtökin að skýra þurfi hvað átt er við með “vinnustöðum fatlaðs fólks” í c-lið 3. gr. reglugerðardraganna. Samtökin telja eðlilegt og mikilvægt að heimild Fasteignasjóðs til að úthluta fé til úrbóta nái til allra vinnustaða þar sem einn eða fleiri fatlaðir einstaklingar starfa, hvort sem um er að ræða vinnustaði sem reknir eru af opinberum aðilum eða um er að ræða vinnustaði sem tilheyra almennum vinnumarkaði.   

 

Virðingarfyllst.

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar 

Nálgast má mál sem umsögnin á við hér: