Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga (takmörk á beitingu nauðungar)

 

 

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga (takmörk á beitingu nauðungar)

29. október 2025

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína og starfsemi á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja, sem og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.

Íslenska ríkið fullgilti samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur, stjórnafrumvarp um lögfestingu samningsins var til meðferðar á síðasta þingi og er einnig til meðferðar á yfirstandandi þingi. Þá er í gangi af hálfu ríkisins sérstök landsáætlun um innleiðingu samningsins.

4. gr. samningsins hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingarÞar segir:

1.      Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.
        Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:
         a)          að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum,

25. gr. samningsins hefur yfirskriftina Heilbrigði. Þar segir m.a.:

Aðildarríkin viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta besta mögulega heilbrigðis án mismununar á grundvelli fötlunar. Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fötluðu fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem tekur mið af kyni, þar á meðal heilsutengdri endurhæfingu. Aðildarríkin skulu sérstaklega: ...
         d)          gera þá kröfu til fagfólks í heilbrigðisþjónustu að það annist fatlað fólk eins vel og aðra, þar á meðal á grundvelli frjáls og upplýsts samþykkis, meðal annars með vitundarvakningu um mannréttindi, mannlega reisn, sjálfræði og þarfir fatlaðs fólks með þjálfun og útbreiðslu siðferðilegra viðmiða fyrir starfsfólk, bæði innan einkarekinnar og opinberrar heilbrigðisþjónustu,
...
         

12. gr.  samningsins hefur yfirskriftina Jöfn viðurkenning fyrir lögum. Þar er kveðið á um skyldur ríkja til að tryggja, vernda og virða löghæfi (rétthæfi og gerhæfi) og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks.

Í fyrstu almennu athugasemdunum (e. General Comment), sem nefnd samkvæmt samningnum sendi frá sér er fjallað um ákvæði 12. gr. samningsins.

 

 

 

 

Þar er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að hverfa frá því fyrirkomulagi að ákvarðanir séu teknar fyrir fatlað fólk og taka upp það fyrirkomulag að veita fötluðu fólki nauðsynlegan stuðning til að það geti sjálft tekið ákvarðanir í lífi sínu.

Í þessum almennu athugsemdum nefngar túlkar nefndin og skýrir m.a. ákvæði 12. gr. í samhengi við önnur ákvæði samningsins. Þar segir í 42. lið undir fyrirsögninni Articles 15, 16 and 17: Respect for personal integrity and freedom from torture, violence, exploitation and abuse:

42. As has been stated by the Committee in several concluding observations, forced treatment by psychiatric and other health and medical professionals is a violation of the right to equal recognition before the law and an infringement of the rights to personal integrity (art. 17); freedom from torture (art. 15); and freedom from violence, exploitation and abuse (art. 16). This practice denies the legal capacity of a person to choose medical treatment and is therefore a violation of article 12 of the Convention. States parties must, instead, respect the legal capacity of persons with disabilities to make decisions at all times, including in crisis situations; must ensure that accurate and accessible information is provided about service options and that non-medical approaches are made available; and must provide access to independent support. States parties have an obligation to provide access to support for decisions regarding psychiatric and other medical treatment. Forced treatment is a particular problem for persons with psychosocial, intellectual and other cognitive disabilities. States parties must abolish policies and legislative provisions that allow or perpetrate forced treatment, as it is an ongoing violation found in mental health laws across the globe, despite empirical evidence indicating its lack of effectiveness and the views of people using mental health systems who have experienced deep pain and trauma as a result of forced treatment. The Committee recommends that States parties ensure that decisions relating to a person’s physical or mental integrity can only be taken with the free and informed consent of the person concerned.

Almennar athugsemdir nefndarinnar um 12. Gr. samningsins má nálgast á hlekk að neðan.

https://docs.un.org/en/CRPD/C/GC/1

Almennar athugasemdir nefndarinnar um greinar og ákvæði samningsins eru ekki bindandi fyrir ríki, sem hafa fullgilt samninginn en með því að fullgilda hann samþykkja ríkin að nefnd sem sett er upp samkvæmt honum hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna hvað varðar túlkun ákvæða hans.

Með vísan til þess, sem að framan er rakið og í ljósi þeirra afar mikilsverðu mannréttinda sem í húfi eru, leggja Landssamtökin Þroskahjálp mjög ríka áherslu á að heilbrigðisráðuneytið gæti þess sérstaklega vel að tryggja að ákvæði þess lagafrumvarps, sem hér er til umfjöllunar, verði í fullkomnu samræmi við þær skyldur sem hvíla á íslenska ríkinu samkvæmt ákvæðum samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, eins og íslenska ríkinu er skylt að tryggja, sbr. 4. gr. samningsins sem vitnað er til að framan.

Þá taka samtökin heils hugar undir umsagnir Geðhjálpar og ÖBÍ réttindasamtaka um þetta mál.

 

Virðingarfyllst.

Guðmundur Ármann Pétursson, formaður Þroskahjálpar

Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

 

Málið sem umsögnin fjallar um má finna hér.