Til vinnuhóps ráðuneyta um stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Landssamtökin Þroskahjálp telja að staðan hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks fái miklu minna vægi í skýrsludrögunum en tilefni er til og eðlilegt er, í ljósi stöðu þeirra mála á Íslandi almennt og hinnar miklu opinberru umræðu og gagnrýni síðustu misseri þar sem meðal annars fatlaðir, réttindasamtök þeirra, fræðasamfélag, sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa kallað eftir endurskoðun og úrbótum á veigamiklum þáttum er varða réttindi fatlaðs fólks.

 

Til vinnuhóps ráðuneyta um stöðu mannréttindamála á Íslandi.

Landssamtökin Þroskahjálp telja að staðan hvað varðar mannréttindi fatlaðs fólks fái miklu minna vægi í skýrsludrögunum en tilefni er til og eðlilegt er, í ljósi stöðu þeirra mála á Íslandi almennt og hinnar miklu opinberru umræðu og gagnrýni síðustu misseri þar sem meðal annars fatlaðir, réttindasamtök þeirra, fræðasamfélag, sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa kallað eftir endurskoðun og úrbótum á veigamiklum þáttum er varða réttindi fatlaðs fólks.

 Þá er í skýrslunni lítið eða ekkert vikið að veigamiklum atriðum sem lúta að mannréttindum fatlaðs fólks sem samtökin hafa ítrekað vakið athygli íslenskra stjórnvalda á að þurfi að huga að og bæta úr, s.s. lög, reglur og framkvæmd varðandi fósturskimanir og fóstureyðingar á grundvelli fötlunar, vernd fatlaðs fólks gegn ofbeldi, þ.m.t. kvenna með þroskahömlun gegn kynferðislegu ofbeldi, aðgang að réttarkerfi til jafns við aðra, skort á reglum um hámarksbiðtíma fatlaðs fólks eftir lögbundinni þjónustu, ónógt og ómarkvisst eftirlit ríkisins með að fatlað fólk njóti á jafnræðisgrundvelli þeirrar þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum og mannréttindasamningum í öllum sveitarfélögum og á öllum þjónustusvæðum, þörf á að bæta vernd fatlaðs fólks fyrir mismunun af ýmsu tagi með því að taka í stjórnarskrá og lög skýr ákvæði þar að lútandi.

Á eftirfarandi og í meðfylgjandi skjali eru umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa komið á framfæri við íslensk stjórnvöld varðandi framangreint.

http://www.throskahjalp.is/static/files/umsogn-um-log-nr-25-1975-lth-downs.pdf

http://www.throskahjalp.is/is/alit-og-umsagnir/til-samradshops-um-medferd-kynferdisbrota-innan-rettarvorslukerfisins

http://www.throskahjalp.is/is/alit-og-umsagnir/umsognlandssamtakannathroskahjalparlthumtillogutilthingsalyktunarumfullgildingusamningssameinuduthjodannaumrettindifatladsfolksthingskjal-183-180.-mal-

http://www.throskahjalp.is/is/alit-og-umsagnir/umsogn-landssamtakanna-throskahjalpar-lth-um-frumvarp-til-laga-um-breytingu-a-akvaedum-ymissa-laga-um-bann-vid-mismunun-rettindi-fatlads-folks-.-thingskjal-144-144.-mal-

Í skýrsludrögunum er, eins og eðlilegt er, fjallað töluvert um fjárhagsstöðu aldraðra og það viðfangsefni stjórnvalda að tryggja að aldraðir búi við þau lágmarkskjör að þeir fái notið mannréttinda. Það vekur hins vegar athygli að í skýrsludrögunum er ekki að finna slíka umfjöllun um fjárhagsstöðu fatlaðs fólks og þau áhrif sem hún hefur á tækifæri, lífsgæði og mannréttindi þess. Með vísan til þess vilja Landssamtökin Þroskahjálp vekja athygli vinnuhópsins á eftirfarandi og hvetja hópinn til að taka þessi mál og stöðu þeirra til viðeigandi umfjöllunar í skýrslunni.

Einstaklingur sem vegna fötlunar á ekki möguleika á að afla sé atvinnutekna hefur nú samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar um 185 þús. kr. á mánuði (e. skatt) og rúmar 207 þús. kr. ef hann býr einn. Hafi fatlaður einstaklingur verið í þeirri stöðu frá fæðingu eða barnsaldri eru það, að öðru óbreyttu, þær tekjur sem hann þarf að láta duga fyrir allri framfærslu sinni, þ.m.t. kostnaði vegna leigu eða kaupa á húsnæði og heilsugæslu, öll sín fullorðinsár. Fatlað fólk þarf mjög oft að greiða kostnað fyrir aðstoðarfólk sem það verður að hafa vegna fötlunar sinnar til að geta tekið eðlilegan þátt í félags- og menningarlífi, tómstundastarfi og afþreyingu og notið ferðalaga eins og almennt tíðkast hjá almenningi. Hér er t.a.m. um að ræða kostnað vegna fargjalda og annarra gjalda sem tekin eru fyrir þátttöku af þessu tagi og jafnvel laun aðstoðarfólks, s.s. í ferðalögum. Ef stjórnvöld ætla að standa við skyldur sínar til að gera fötluðu fólki kleift að taka þátt í félags- og menningarlífi verða þau að taka tillit til þessa sérstaka kostnaðar, sem fatlað fólk þarf að mæta.

Þetta eru þær staðreyndir varðandi fjárhagsstöðu fatlaðs fólks sem byggja verður á þegar metið er hvernig stjórnvöld standa sig við að „tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi“, eins og segir markmiðsákvæði laga nr. 59/992, um málefni fatlaðs fólks, og þetta eru einnig meginmarkmið í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem vísað er til í 1. gr. laganna og íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir að þau hyggist fullgilda á næstunni.

Landssamtökin Þroskahjálp skora á vinnuhóp ráðuneyta um úttekt á stöðu mannréttindamála að endurskoða umfjöllun sem varðar málefni og stöðu fatlaðs fólk í fyrirliggjandi drögum að skýrslu um stöðu mannréttindamál á íslandi m.t.t. þess sem að framan er rakið og um er fjallað í umsögnum og athugasemdum samtakanna sem þar er vísað til. Þá vísast einnig til þess sem fram kemur í skýrslu sem samtökin sendu skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mars sl. en þá skýrslu má nálgast á eftirfarandi link.

http://www.throskahjalp.is/static/files/PDF-SKJOL/submission_upr_throskahjalp_29032016.pdf

 Reykjavík 4. júlí 2016

Virðingarfyllst,

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.