Réttarkerfið, frelsisskerðingar og fólk með þroskahömlun

Að undanförnu hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um mál erlends manns sem er með þroskahömlun samkvæmt því sem þar hefur komið fram. Maðurinn sætir lögreglurannsókn og hefur setið í gæsluvarðhaldi. Þetta mál og fleiri mál sem hafa komið upp á undanförnum vikum og mánuðum hafa vakið ýmsar spurningar varðandi skyldur stjórnvalda til að tryggja að fólk með þroskahömlun og annað fatlað fólk fái réttláta og mannúðlega meðferð í réttarkerfinu og hafi aðgang að því til jafns við aðra.

Réttarkerfið, frelsisskerðingar og fólk með þroskahömlun

Að undanförnu hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um mál erlends manns sem er með þroskahömlun samkvæmt því sem þar hefur komið fram. Maðurinn sætir lögreglurannsókn og hefur setið í gæsluvarðhaldi.

Þetta mál og fleiri mál sem hafa komið upp á undanförnum vikum og mánuðum hafa vakið ýmsar spurningar varðandi skyldur stjórnvalda til að tryggja að fólk með þroskahömlun og annað fatlað fólk fái réttláta og mannúðlega meðferð í réttarkerfinu og hafi aðgang að því til jafns við aðra.

Landssamtökin Þroskahjálp hafa nýlega vakið sérstaka athygli stjórnvalda á þeim ríku skyldum sem þau bera að þessu leyti, eins og sjá má eftirfarandi hlekkjum:

Vernd fatlaðs fólks í réttarkerfinu

Áskorun Geðhjálpar og Þroskahjálpar til stjórnvalda

Margt í réttarkerfinu (lögreglurannsóknir, gæsluvarðhald, ákæruvald, dómstólar, fangelsi) er flókið.  Það getur því verið erfitt að ná þar þeim rétti sem fólk á að njóta og einnig að verja sig fyrir órétti af hálfu annarra og jafnvel af hálfu réttarkerfisins sjálfs. Það er augljóslega sérstök hætta á því að þannig geti farið þegar fatlað fólk á í hlut og alveg sérstaklega fólk með þroskahömlun eða fólk sem er með geðrænar raskanir af einhverju tagi.

Þess vegna er í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögð sérstök áhersla á að stjórnvöld skuli með lögum og í framkvæmd tryggja að fatlað fólk njóti, til jafns við aðra, þeirra mikilvægu lagalegu réttinda sem það á að njóta í réttarkerfinu og í öllum samkiptum sínum við það, „meðal annars með því að laga málsmeðferð alla að þörfum þess

Þessar skyldur stjórnvalda verða eðli máls samkvæmt enn meiri þegar stjórnvöld með fangelsisdómi, gæsluvarðhaldi eða farbanni skerða frelsi fólks með þroskahömlun eða annars fatlaðs fólks því að möguleikar þess til að fá þann stuðning og þá þjónustu sem það  þarf á að halda vegna fötlunar sinnar verða mun minni vegna frelsiskerðingarinnar. Við þessar aðstæður hvílir sú skylda því á stjórnvöldum að tryggja fötluðu fólki sem á hlut að máli nauðsynlegan stuðning og þjónustu   

Landssamtökin Þroskahjálp vilja enn minna íslensk stjórnvöld á þessar skyldur sem er m.a. mælt fyrir um í alþjóðlegum mannréttindasamningum og treysta því að þau axli þá ábyrgð sem þau bera samkvæmt þeim.