Ályktun stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Ályktun stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar átelur harðlega það virð­ingar- og til­lits­leysi sem allt of oft einkennir sam­skipti stjórn­valda ríkis og sveitarfélaga við fatlað fólk.

Stjórnin bendir á að virðing og tillitssemi á vera leið­ar­ljós við alla fram­kvæmd þjónustu við fatlað fólk, eins og er sérstaklega áréttað í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að virða og framfylgja.

Stjórnin vekur athygli á tveimur málum sem nú eru í gangi þar sem þetta virð­ing­ar- og til­lits­leysi birtist með skýrum hætti.

Frá árinu 2010 hefur verið ákvæði í íslenskum lögum um að lögfesta skuli notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem eitt meginform þjónustu við fatlað fólk. Það hefur þó ekki enn verið gert og ekki hefur verið gengið frá samningum milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustunnar. Fatlað fólk sem hefur samn­inga um NPA-­þjón­ustu og er mjög háð henni býr því við algjöra óvissu og óör­yggi um stöðu sína og fram­tíð og þeir sem hafa hug á að sækja um slíka þjón­ustu geta ekki gert það því að rétt­ur­inn til hennar hefur ekki verið lög­bund­inn. Reykjavíkurborg hefur ekki viljað staðfesta að hún muni leggja til sinn hluta fjármögnunar þeirra. Sú afstaða borgarinnar eykur enn á óvissu og óöryggi þess fatlaða fólks sem í hlut á.

Þá átelur stjórnin harðlega það virðingar- og tillitsleysi sem Reykjavíkurborg hefur sýnt í máli ungrar fatlaðrar konu, Salbjargar Óskar Atladóttur, sem nú er rekið fyrir dómstólum þar sem Reykjavíkurborg hefur neitað henni um að fá búa á heimili sem foreldrar hennar hafa búið henni og þar sem hún vill vera. Stjórnin skorar á Reykjavíkurborg að leysa þetta mál án tafar með virðingu og tillitssemi að leiðarljósi.

 

Nóvember 2016.