Almanak Þroskahjálpar

Forsíða Listaverka almanaks Þroskahjálpar fyrir árið 2020 með mynd af verki Tolla á forsíðunni

Almanak er hversdagslegur hlutur sem þjónar ákveðnum tilgangi; það hangir á vegg í eldhúsum, kaffistofum og skrifstofum, og við lítum á það öðru hvoru til að sjá hvað tímanum líður. Almanak Þroskahjálpar gefur flestum örlítið meira:  mynd mánaðarins blasir við, listaverk eftir framúrskarandi listafólk, myndir sem flytja hugann örskotsstund burt frá hversdagsleikanum hvort sem er á vit margslunginnar náttúrunnar, ímyndaðra frásagna myndefnisins eða glaðlegs umhverfis lita og forma. Við snúum ögn glaðari til annarra verka.

Landssamtökin Þroskahjálp reiða sig nær alfarið á frjáls framlög og er almanakssala samtakanna stór þáttur í þeirri söfnun. Þegar þú kaupir almanak okkar hjálpar þú okkur að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks en almanakið er líka happdrættismiði. Á því er númer sem tryggir þér miða í listaverka pott Þroskahjálpar, en þangað hafa ótal listamenn gefið eftirprent af verkum sínum.

Almanak Þroskahjálpar kostar 3.000 kr

Skráðu þig hér til þess að fá tilkynningu um hvort þú hafir fengið vinning!

Hér má nálgast myndir af fyrri dagatölum

 

 

Almanakið fyrir árið 2020 er komið í sölu. 

Kaupa með korti         Kaupa með millifærslu