Almanak Þroskahjálpar

Almanak er hversdagslegur hlutur sem þjónar ákveðnum tilgangi; það hangir á vegg í eldhúsum, kaffistofum og skrifstofum, og við lítum á það öðru hverju til að átta okkur á samhengi tímans – hvenær þarf að sinna vissum erindum, hvenær lýkur vinnuvikunni, hvað er langt fram að næsta frídegi.

En almanak Þroskahjálpar gefur flestum örlítið meira: Augnablik ber mynd mánaðarins fyrir sjónir, listaverk eftir sérstaklega valið listafólk, ímyndir sem flytja hugann örskotsstund burt frá hversdagsleikanum – hvort sem er á vit margslunginnar náttúrunnar, ímyndaðra frásagna myndefnisins eða glaðlegs umhverfis lita og forma, sem leika um flötinn fyrir augum okkar. Við snúum ögn glaðari til annarra verka – og sinnum þeim örugglega betur en áður fyrir vikið.

 

Almanakið kostar 3.000 kr

Almanakið 2019 er uppselt - bestu þakkir fyrir stuðninginn