Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Inngangsorð:
Allir eiga jafnan rétt til virðingar og réttinda.
Það er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í
heiminum.
Þegar mannréttindi eru brotin leiðir það til
siðlausra athafna.
Æðsta markmið fólks um heim allan er að
skapa veröld þar sem allir fá notið:
• málfrelsis
• trúfrelsis
• óttaleysis um einkalíf sitt
• þurfi ekki líða skort
Mannréttindi verður að vernda með lögum.
Annars hlýtur fólk að rísa upp gegn kúgun og
ofbeldi.
Það er mjög mikilvægt að efla vinsamleg
samskipti þjóða.
Í stofnskrá sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar
lýst yfir að þær styðja grundvallaratriði
mannréttinda:
• Á göfgi og gildi mannsins.
• Jafnrétti karla og kvenna.
• Betri lífskjörum með auknu frelsi fólks.
Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna lofa
því að efla og verja mannréttindi og
grundvallarfrelsi í samráði við Sameinuðu
þjóðirnar.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur
fallist á þessa mannréttinda-yfirlýsingu.
Hún hér með birt öllum þjóðum og ríkjum til
að fara eftir.
Einstaklingar og yfirvöld skulu fræða og efla
virðingu fyrir réttindum fólks og frjálsræði
samkvæmt yfirlýsingunni.
Hver og einn á að stuðla að þeim framförum
að tryggja almenna og virka viðurkenningu á
grundvallar-atriðum hennar.

Hægt er að skoða yfirlýsinguna hér