Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna  um réttindi fatlaðs fólks.

Landssamtökin Þroskahjálp fagna því að ráðist hafi verið í að endurskoða þýðingu samningsins. Mjög mikilvægt er að sem víðtækust sátt verði um þýðingu samningsins og hvaða þýðingu skuli nota við beitingu hans, þó að leitað verði í texta sem teljast gildir skv. 50 grein samningsins komi upp ágreiningur þar að lútandi.

Þá vill Þroskahjálp sérstaklega benda á mikilvægi þess að samningurinn verði aðgengilegur á auðlesnu máli á heimsíðum hlutaðeigandi stofnana ríkis og sveitarfélaga og félagasamtaka. Þroskahjálp útbjó fyrir nokkrum árum auðlesna útgáfu af samningnum sem er aðgengileg á heimasíðu samtakanna og bjóðast þau hér með til að taka að sér að endurskoða hana þegar ný þýðing samningsins liggur fyrir, óski hlutaðeigandi ráðuneyti eftir að semja við samtökin um að þau taki það verkefni að sér.

Samtökin telja margt til bóta í þeirri þýðingu sem hér liggur fyrir og er til umsagnar. Þau vilja koma eftirfarandi á framfæri við þýðinguna á þessu stigi.

 12. gr.

Spurning hvort “gerhæfi” er ekki of þröng þýðing á “legal capacity”. “Legal capacity” nær einnig til rétthæfis, sbr. m.a. almennar athugasemdir (General Comment) nefndar samkvæmt samningnum um greinina. Spurning hvort betra er að nota “lögformlegt hæfi” eins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir gerir í úttekt á lögræðislögunum fyrir Geðhjálp og Helga Baldvins og Bjargardóttir í mastersritgerð sinni.

 

13. gr.

“Aðgangur að réttarvörslukerfinu” ónákvæm og of þröng þýðing. “Aðgangur að réttinum” réttinum er til bóta. Það hljómar þó nokkuð sérkennilega. Spurning hvort betra sé að nota “Aðgangur að réttlæti” eða “Aðgangur að lagalegu réttlæti”.

Þá leggur Þroskahjálp til að eftirfarandi verði skoðað:

  • Væri betra að lokamálsliður í skilgreiningu á algildri hönnun í 2. gr. yrði þýddur svo:

„Algild hönnun“ á ekki að útiloka hjálpartæki fyrir tiltekna hópa fatlaðs fólks, þegar þeirra er þörf.

  • Væri betra að niðurlag a-liðar 19. gr. samningsins yrði þýtt svo:

… og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi,

 

  • Væri betra að niðurlag f-liðar 25. gr. yrði þýtt svo:

 ... um mat og  drykk á grundvelli fötlunar.

 

 

  • Væri betra að niðurlag e-liðar 27. gr. yrði þýtt svo:

 

... ásamt því að veita aðstoð við að finna, öðlast, halda vinnu og snúa aftur á vinnumarkað;

 

Þýðinguna má skoða hér