Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að hafa fengið frumvarpið til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi það.

 Samtökin telja að skýra þurfi samspil Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og Barna- og fjölskyldustofu hvað varðar leiðbeiningar og ráðgjöf. Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur hingað til haft það hlutverk að veita slíka ráðgjöf og leiðbeiningar vegna fatlaðra barna og barna með raskanir, sem eru á aldrinum 0 -18 ára. Nú virðist nýrri stofnun, Barna- og fjölskyldustofu, vera falið það sama hlutverk án þess að ráðgert sé að breyta skyldum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar að þessu leyti.

Sérstök ástæða er til að vekja enn og aftur athygli á  að enginn opinber aðili  hefur samkvæmt lögum skyldu til að annast greiningar og veita ráðgjöf vegna fatlaðs fólks og fólks með raskanir sem er 18 ára og eldra, þrátt fyrir að margoft hafi verið bent á að það er mjög mikil og brýn þörf fyrir þá þjónustu.

Samtökin óska eftir að fá fund með velferðarnefnd til að gera nefndnni betur grein fyrir afstöðu sinni og áherslum varðandi frumvarpið

 

Virðingarfyllst.

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.

Nálgast má frumvarp sem umsögnin á við hér.