Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um breytingar á tilvísunum fyrir börn

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um breytingar á tilvísunum fyrir börn

                   8. maí 2024

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og ungmenni og fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.

Landssamtökin Þroskahjálp fagna þessari reglugerð varðandi breytingar á tilvísunum fyrir börn.

Þetta er mikilvægt skref  til að einfalda kerfið og skriffinnskuna og einnig til að minnka álagið á foreldra/aðstandendur og heilsugæslulækna.

Samtökin fagna því sérstaklega að heimilt verði að gefa út tilvísun fyrir börn með langvinna sjúkdóma eða fötlun, sem gildir að 18 ára aldri.

Einnig er mjög jákvætt að hjúkrunarfræðingum, er starfa í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu, verði heimilt að vísa barni til talmeinafræðings.

Í heild sinni góðar breytingar fyrir farsæld og velsæld allra  barna.

 

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

 

Nálgast má mál sem umsögnin á við hér