Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar með mennta- og menningarmálaráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar funduðu fyrr í dag með Lilju Dögg Alferðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða tækifæri og réttindi fatlaðs fólks, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir, til menntunar og þátttöku í menningarlífi.

Fulltrúar Þroskahjálpar minntu ráðherra á ýmsar skyldur sem hvíla á henni og ráðuneyti hennar til að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í lög, reglur, stjórnkerfi og þjónustu og þá miklu skyldu til samráðs sem stjórnvöld hafa til samráðs við fatlað fólk og samtök sem vinna að réttinda- og hagsmunamálum þess. Ráðherra lýsti miklum vilja og metnaði til að beita sér fyrir því að það yrði gert og að vel yrði að því staðið.  

Fundurinn var uppbyggilegur og tók ráðherra vel í ábendingdar fulltrúa Þroskahjálpar og kom m.a. fram í máli hennar að hún hefur hug á að láta gera úttekt á stöðu fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir innan menntakerfisins á öllum menntastigum og skoða síðan hvað megi betur fara og hvernig megi bregðst við því með skjótum og árangusrsríkum hætti

Á fundinum voru  m.a. tekin upp eftirfarandi mál og ráðherra gerð grein fyrir sjónarmiðum Þroskahjálpar hvað þau varðar:

 1. Menntun án aðgreiningar.
 • Staðan. – Framhaldið. – Viðeigandi stuðning inn í skólana. – Nám fyrir kennara.
 • Skyldur stjórnvalda skv. samningi SÞ.
 • Aðgangur að framhaldsskólum, sbr. mál tveggja einstaklinga sl. haust.
 • Starfsbrautir.
 • Námsefni og aðlögun námsefnis fyrir nemendur með þroskahömlun.
 • Menntun fyrir fólk með þroskahömlun m.t.t. atvinnulífs og áhrifa gervigreindar á það.

 

 1. Tækifæri til náms eftir framhaldsskóla.
 • Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. - HÍ.
 • Diplómanám í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun. -  Myndlistaskólinn í Reykjavík.
 • Fjölmennt. – Staðan / Framhaldið.
 • Endurskoðun laga um framhaldsfræðslu / fullorðinsfræðslu.
 • Aðgengiskröfur í hússtjórnarskóla.

 

 1. Innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks á verksviði mennta- og menningarmálaráðherra.
 • Almennt.
 • Skylda til vitundarvakningar á öllum sviðum samfélagsins, sbr. 8. gr. samningsins.

-Með okkar augum (MOA). – RÚV.

-Þjónustusamningur við RÚV. – Samfélagshlutverk RÚV.

 

 1. Aðgerðaáætlun um máltækni m.t.t. þarfa fatlaðs fólks.

 

 1. Stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021.
 • Aðgerðir á sviði mennta- og menningarmálaráðuneytis.

 

Landssamtökin Þroskahjálp þakka Lilju Dögg Alfreðsdóttur fyrir góðar móttökur og þann mikla áhuga og vilja sem hún lýsti á fundinum til að taka rösklega til hendinni í þeim mörgu og miklu réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks sem eru á verksviði ráðuneytis hennar.