Stefnu-skrá Þroskahjálpar

Starf Lands-sam-takanna Þroskahjálpar er mann-réttinda-barátta.

Mann-réttindi gilda fyrir allt fólk.

Stefnu-skrá sam-takanna byggir á al-þjóðlegum mann-réttinda-samningum sem Íslendingar hafa skrifað undir.

Stefnu-skrá sam-takanna fer eftir þeim mann-réttindum sem flestir Íslendingar njóta nú þegar.

 
Stefnu-skrá Lands-sam-takanna Þroskahjálpar


1. - Það á að virða mann-gildi, grunn-þarfir og rétt allra manna.

Lands-sam-tökin Þroskahjálp vilja rétt-læti fyrir alla í sam-félaginu. Þess vegna er starf Lands-sam-takanna Þroskahjálpar mann-réttinda-barátta.

Full þátt-taka í sam-félaginu eru mann-réttindi sem eiga að gilda fyrir alla.

Fólk með sér-þarfir og fjöl-skyldur þess eiga rétt á stuðningi í sam-ræmi við þarfir hvers og eins.

Tryggja á öllum réttindi með góðri réttinda-gæslu.

Stjórn-völd eiga að virða þau lög sem Alþingi hefur sett til að jafna tæki-færi fólks til eðli-legs lífs.

Stjórn-völd eiga að tryggja öllum þau réttindi sem sam-þykkt hafa verið í íslenskum lögum og mann-réttinda-samningum.


2. - Fóstur-skimun á að beita í þjónustu lífsins.

Fram-farir í lækna-vísindum eiga að stuðla að bættri heilsu, aukinni vel-ferð og hamingju alls fólks.

Lands-sam-tökin Þroskahjálp vara við að læknar leiti að fóstrum með fatlanir til þess að hvetja foreldra til að láta eyða þeim.

Fóstur-skimun á að beita í þjónustu lífsins en ekki í þeim til-gangi að eyða fóstrum vegna fatlana.

Fólk sem veit að það á von á barni með fötlun á að fá sem bestar og hlut-lausastar upp-lýsingar, meðal annars um reynslu annarra foreldra og velja síðan.


3. - Allir eiga rétt til að hafa áhrif á eigið líf og taka eigin ákvarðanir.

Það að stjórna eigin lífi skiptir miklu máli fyrir lífs-gæði og er undir-staða mann-réttinda.

Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir á það að fá aðstoð til þess að taka þær og tjá þær.

Allt full-orðið fólk á rétt til að hafa áhrif á eigið líf, til dæmis um það:

        Hvar og hvernig það vill búa.

        Hvaða aðstoð það vill í dag-legu lífi.

        Hvaða fötum það vill klæðast.

        Hvaða mat það vill borða.

        Hvaða vini það hittir.

        Hvað það gerir í frí-tíma sínum.

        Hvað það vill læra.

        Hvar það vill vinna.

Allt fólk á einnig rétt á því að gera mis-tök, taka ábyrgð af gerðum sínum og læra af þeim.

Starfs-fólk og aðstandendur eiga ekki að þröngva eigin skoðunum upp á fólk með þroska-hömlun.

Ef fólk getur ekki náð fram rétti sínum á það rétt á sér-stökum tals-manni.


4. - Allt fólk á rétt á stuðningi svo það geti notið jafnra tæki-færa á við aðra í sam-félaginu.

Öll börn eiga rétt á að alast upp hjá fjöl-skyldum. Ef börn búa ekki hjá fjöl-skyldu sinni skal heimili þess vera fjöl-skyldu-vænt þannig að barnið haldi tengslum við foreldra sína.

Alltaf skal sýna einstaklingnum virðingu og alltaf skal taka ákvarðanir í sam-ráði við hann. Það skiptir máli fyrir sjálf-stæði hans.

Tryggja skal öllum að-gengi að byggingum, almennings-samgöngum og upp-lýsingum

Fólk með sér-þarfir skal njóta almennrar fræðslu-þjónustu, heilbrigðis-þjónustu og félags-þjónustu.

Lífs-kjör fatlaðs fólks og fjöl-skyldna þeirra á að vera í sam-ræmi við almenn lífs-kjör í sam-félaginu.

Stuðningur við fjöl-skyldur barna með sér-þarfir á að vera sveigjan-legur og þannig að foreldrar geti unnið og lifað sam-bæri-legu lífi og aðrir. Gæta skal einnig þess að foreldrar þurfi ekki að borga fyrir þjónustu vegna fötlun barna sinna.

Foreldrar eiga að geta fengið stuðning og ráð-gjöf hjá ráð-gjafa sem hefur þekkingu á réttindum þeirra og þjónustu. Sér-stak-lega á að huga að þörfum systkina barna með sér-þarfir.


5. - Allir eiga rétt á menntun við hæfi og án að-greiningar.

Öll börn eiga rétt á menntun í leiks-skóla og grunn-skóla í sínu heima-hverfi.

Börn með fötlun á að fá þjónustu fag-fólks og eiga þeir að vinna í sam-ráði við foreldra.

Kennslan á að vera einstakling-miðuð þannig að hún henti hverjum og einum og komi til móts við mis-munandi þarfir nemenda.

Skólar eiga að vera að-gengi-legir fyrir fatlaða. Að-staða fyrir sér-kennslu á einnig að vera til staðar fyrir þá sem þurfa.

Nemendum á starfs-braut í fram-halds-skólum skal veita aðstoð við  náms-val og starfs-val. Tengja á starfs-námið við at-vinnu-lífið og eiga nemendur að fá stuðning við það.

Allt full-orðið fólk á að geta sótt sér menntun ef það vill.


6. - Allir eiga rétt á eigin heimili.

Allt fólk á rétt á að búa að eigin heimili í almennu íbúðar-hverfi.

Fólk með sér-þarfir á rétt á einstaklings-miðaðri þjónustu og stuðning inn á heimili sitt, svo það geti notið þeirra lífs-gæða sem felst í því að eiga heimili.

Allt fólk á rétt á því að velja sér hvar og með hverjum það býr og virða skal óskir og þarfir hús-ráðanda.

Allt fólk á rétt á að búa í íbúðum.

Skipu-lag, hönnun og að-gengi íbúða-hverfa og bygginga skal koma til móts við ólíkar þarfir fólks.


7. - Allt full-orðið fólk á rétt á að stofna fjöl-skyldu.

Allt full-orðið fólk með þroska-hömlun á sama rétt og aðrir til kyn-lífs, búa með öðrum og giftast.

Ráð-gjöf um for-varnir, kyn-líf og  þá ábyrgð sem því fylgir skal vera í boði fyrir þá sem vilja.

Fólk með þroska-hömlun á að geta fengið fræðslu og ráð-gjöf um ábyrgð þess að eignast barn og að verða foreldri.

Eigi fólk með þroska-hömlun barn skal það fá allan þann stuðning sem það þarf fyrir upp-eldi barns síns.


8. - Allt full-orðið fólk á rétt á vinnu.

Fólk verður að geta valið sér starf eftir áhuga, þess vegna er mikilvægt að fjöl-breytt störf séu í boði.

Þeir sem vinna á almennum vinni-markaði eiga að fá stuðning til þess að tryggja árangur í starfi.

Almenn atvinnu-miðlun á að þjóna öllum lands-mönnum.

Kynna þarf betur mögu-leika fatlaðs fólks á vinnu-markaði.

Vernduð vinna á að vera í al-mennum fyrir-tækjum.

Laun og lífeyrir á vernduðum vinnu-stöðum eiga að vera í sam-ræmi við laun á al-mennum vinnu-stöðum. Allir eiga rétt á að ganga í verka-lýðsfélög.


9. - Allir eiga rétt á að njóta fjár-hags-legs öryggis.

Laun fólks með sér-þarfir á að vera í sam-ræmi við almenn laun.

Trygginga-kerfið á að vera einfalt og auð-skiljanlegt.

Taka skal tillit til auka kostnaðar vegna fötlunar.

Þeir sem hafa verið öryrkjar frá unga aldri eiga rétt á hærri trygginga-bótum.


10. - Allir eiga rétt á að njóta menningar og tóm-stunda.

Allt fólk með sér-þarfir á rétt á félags-starfi og tómstunda-starfi við hæfi í sinni heima-byggð.

Fólk sem þess þarf á rétt á ferða-þjónustu til að geta stundað tóm-stunda-starf.

Allir eiga rétt á sumar-fríi og ferða-lögum utan heimilis.

Sér-hæft tómstunda-starf skal vera í boði fyrir þá sem þess óska.


11. - Allir eiga rétt á að njóta efri ára með reisn.

Þegar fólk er orðið gamalt á það rétt á því að lifa öruggu lífi.

Ekki má gleyma að öldrun fólks með þroska-hömlun hefst oft fyrr en hjá öðrum, því þarf þjónusta vegna öldrunar að miðast við þörf en ekki aldur.

Þjónusta vegna öldrunar á að koma til við-bótar þá þjónustu sem fólk nýtur vegna fötlunar.

Allt gamalt fólk á rétt á að ákveða hvar það býr og ráð-stafa peningum sínum eins og það óskar.