Lög um málefni fatlaðs fólks með breytingum 2010 - Auðskilin

Í lögum um málefni fatlaðs fólks er fjallað fyrst og fremst um rétt fatlaðs fólk og fjöl-skyldna  þeirra á sérstakri  félags-þjónustu.

Fatlað fólk á einnig  mikilvæg réttindi í öðrum lögum

Hér er fjallað um helstu greinar laganna sem eru mikil-vægar fyrir fullorðið fatlað fólk.

 

Það þýðir að hér er ekki sagt frá öllum greinum lagana heldur bara því sem við höldum að skipti mestu máli fyrir fullorðið fatlað fólk að vita um til að geta nýtt sér réttindi sín. Lögin í heild sinni getur þú fundið annars-staðar á síðunni

 

1. kafli (1. – 2. grein)fjallar um til hvers lögin eru og hverju þau eigi að breyta.  Einnig hverjir eiga rétt á  þjónustu

 

Í lögunum er sagt að það eigi að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sömu lífskjör. Það þýðir að fatlað fólk á að geta lifað eins lífi og aðrir á Íslandi.

 

Það á líka að fara eftir samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fataðs fólks þegar ákvarðanir eru teknar. Þú getur skoðað þann samning  á auðskildu máli annars-staðar á síðunni.

 

Það á alltaf að hafa samráð við hagsmuna-samtök fatlaðs fólks.

 

Allt fatlað fólk sem þarf vegna fötlunar sinnar sérstaka þjónustu, á rétt á þjónustu samkvæmt lögunum

 

2. kafli (3. – 6. grein) fjallar um stjórn og skipulag.

 

Velferðar-ráðherra er yfir-maður málefna fatlaðs fólks. Hann á að hafa samráð við sveitar-félög og hagsmuna-samtök fatlaðs fólks.

 

Sveitar-félögin bera ábyrgð á því að fatlað fólk fái þjónustu og hún sé nægjanlega góð

 

Velferðar-ráðherra á að hafa eftirlit með því hvernig sveitar-félögin fram-kvæma lögin.

 

Sveitar-félög sem hafa fleiri en 8000 íbúa geta séð ein um þjónustu við fatlað fólk og bera ábyrgð á henni.

 

Ef sveitar-félag hefur ekki 8000 íbúa þá verður það að hafa sam-vinnu við fleiri sveitar-félög um þjónustu-svæði. Annars-staðar á síðunni getur þú fundi skrá yfir þjónustu-svæðin

 

Fatlað fólk á alltaf rétt á þjónustu þar sem það vill búa og það er sveitar-félagið þar sem það á lög-heimili sem er ábyrgt.

 

Það á alltaf að passa uppá að allar upp-lýsingar um fólk sé ekki notaðar að öðrum en þurfa á þeim að halda vegna vinnu sinnar.

 

Ef fólk fær ekki þjónustu eins og ákveðið er í lögunum   er hægt að kæra það til sér-stakrar nefndar. Hægt er að hafa sam-band við réttinda-gæslu-mann og biðja þá að aðstoða sig við að senda kæru. Það er fjallað um réttinda-gæslu-menn í lögum um réttinda-gæslu sem eru annars-staðar á síðunni.

 

3. og 4. kafli fjalla um þjónustu (7. – 8. grein)

Þar kemur fram að fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu og það á veita sem mest af þjónustunni sam-kvæmt almennum lögum t.d. lögum um félags-þjónustu.

 

Ef almenna þjónustan nægir ekki á fatlað fólk rétt á við-bótar þjónustu sam-kvæmt þessum lögum.

 

Þjónustan á að koma til móts við ólíkar þarfir og tryggja fötluðum á öllum aldri öryggi, sjálf-stæði og þátt-töku í sam-félaginu.

 

5. kafli fjallar um helstu þjónustu-stofnanir. (9. grein)

Þjónustu-stofnanir eiga að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það geti lifað sjálf-stæðu lífi.

 

Þær þjónustu-stofnanir sem eiga að vera í boði eru meðal annars; hæfingar-stöðvar,  og verndaðir vinnu-staðir.

 

Velferðar-ráðherra má veita leyfi fyrir fleiri tegundum af stofnunum.

 

6. kafli fjallar um heimili. (10. – 11. grein)

Fatlað fólk á að fá þjónustu til að búa á eigin heimili eftir óskum þessum og þörfum.

 

Öll heimili eiga að vera í almennri íbúðar-byggð og nálægt   almennri þjónustu.

Það á að gera leigu-samning sam-kvæmt lögum um húsa-leigu við fatlað fólk sem býr í húsnæði sem aðrir eiga.

 

Velferðar-ráðherra hefur sett sérstaka reglugerð um „Þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum“ Þá reglu-gerð finnur þú annars-staðar á síðunni. Þú getur líka skoðað 19.grein samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólk hér á síðunni en þar er fjallað um að fatlað fólk eigi sjálft að ráða hvernig og með hverjum það býr.

 

Í 9. kafla er fjallað um mál-efni barna og fjöl-skyldna fatlaðra. (17.– 23. grein)

Ekki verður fjallað nánar um þann kafla hér.

 

10. kafli fjallar um lið-veislu. (24. – 25. grein)

Sveitar-félögin eiga að sjá um að veita fötluðu fólki lið-veislu .

 

Lið-veisla er persónu-legur stuðningur og aðstoð, meðal annars til að að-stoða fatlaðan ein-stakling við að taka þátt í menningar og félags-lífs.

 

Líka er hægt að fá „frekari liðveislu“ við ýmsar athafnir dag-legs lífs til að aðstoða fólk við að búa á heimili sínu

 

11. kafli fjallar um félags-lega hæfingu og endur-hæfingu. (26. – 27. grein)

Fatlað fólk á rétt á hæfingu og endur-hæfingu bæði til að það geti frekar fengið vinna og líka til taka þátt í dag-legu lífi.

 

Það eiga að vera starfandi  hæfingar-stöðvar og endur-hæfingar-stöðvar sem bjóða upp á þessa þjónustu.

 

Einnig eiga að vera starfandi dag-vistar-stofnanir og verndaðir vinnu-staðir sem veita þroska-þjálfun, iðju-þjálfun og starfs-þjálfun.

 

Fatlað fólk á rétt á að sækja um peninga-styrk til að kaupa verk-færi eða tæki til að búa sér sjálft til atvinnu

 

Fatlað fólk á einnig rétt á að sækja um peninga-styrk til að borga náms-kostnað sem ekki er borgaður sam-kvæmt öðrum lögum.

 

12. kafli fjallar um atvinnu. (28.-32. grein)

Fatlað fólk á rétt á aðstoð og stuðning við að vinna á al-mennum vinnu-markaði til dæmis með sérstakri lið-veislu og leið-beiningum  til þeirra sem maður vinnur með.

 

Það á líka að bjóða uppá „verndaða vinna“ á almennum vinnu-markaði. Það er hægt að gera það til dæmis með því að skipu-leggja störfin þannig að þau henti betur fötluðu fólki.

 

Verndaðir vinnu-staðir eiga að bjóða upp á  launuð föst störf og líka launaða starfs-þjálfun sem undir-býr fatlað fólk fyrir vinnu á almennum vinnu-markaði.

 

Það á frekar að ráða fatlað fólk í vinnu hjá ríki eða sveitar-félagi ef það er jafn hæft og aðrir sem sóttu um starfið.

 

Í lögunum segir að reglu-lega skuli gerð könnun á stöðu fatlaðs fólks á vinnu-markaði. Vinnu-mála-stofnun á að gera þessa könnun í sam-ráði við hags-muna-samtök fatlaðs fólks og aðila vinnu-markaðarins.

 

Þegar búið er að gera könnunina á að gera tillögur um hvað þurfi að laga til að fleiri fatlaðir geti fengið vinnu.

 

14. kafli fjallar um ferða-þjónustu og réttinn til að komast leiða sinna. (34.-35. grein)

Sveitar-stjórnir eiga að fylgjast með því að fatlað fólk komist ferða sinna.

Sveitar-stjórnir eiga að gera áætlanir um hvernig fatlað fólk á að geta komist inn í hús og þjónustu-stofnanir sem eru fyrir alla.

 

Fatlað fólk sem ekki getur notað  strætó á rétt á ferða-þjónustu.

 

Ferða-þjónustan á meðal annars að hjálpa fólki að komast til:

  1. Vinnu

  2. Skóla

  3. Tómstunda

  4. Þjónustu-stofnanna

  5. Dag-vistar-stofnana

  6. Hæfinga-stöðva

Sveitar-stjórnir eiga að setja reglur um ferða-þjónustu

 

15. kafli fjallar um réttinda-gæslu fatlaðra. (36.grein)
Starfs-menn sem vinna með fötluðu fólki á að gæta réttinda og hags-muna þess.

 

Það er búið að sam-þykkja ný lög um réttinda-gæslu. Þú getur skoðað þau annars-staðar á síðunni,

 

18. kafli fjallar um ýmis atriði. (54.  grein)
Þar kemur meðal annars fram að starfs-fólk sem vinnur með fötluðu fólki má ekki tala um  það sem það heyrir og sér í vinnu sinni við fólk sem  kemur það ekki við.

 

Ákvæði til bráða-birgða

Í lögunum frá í desember 2010 er nokkur atriði sem eru kölluð „ákvæði til bráða-birgða“ Þar er fjallað um hvað á að gera og hverju eigi að breyta í framhaldi af því að lögin taka gildi. Það sem þarna stendur er líka mjög mikil-vægt.

 

Meðal annars er þarna ákveðið að það eigi að gera tilraun með Notenda-stýrða persónu-lega aðstoð NPA og það eigi allir hópar fatlaðs fólks sama rétt á NPA.

 

Velferðar-ráðherra á árið 2014 að leggja fram frum-varp á Alþingi um að  NPA verði lög-bundið og NPA eigi að vera „eitt megin formið í þjónustu við fatlað fólk“ Það þýðir að þá verða sveitar-félögin að að-stoða alla þá sem óska eftir að fá NPA. Þeir sem ekki vilja NPA eiga eftir sem áður rétt á  þjónustu að eigin vali.

 

Í ákvæðum til bráða-birgða var líka ákveðið að setja lög um réttinda-gæslu meðal annars um nauð-ung.  Þú lest um þau lög annars-staðar á síðunni.

 

Það eru fleiri mikil-væg atriði í „ákvæðum til bráða-birgða“um hvað eigi ð gera fyrir árið 2014.

 

Það á svo að endur-skoða þessi lög  árið 2014 í sam-ráði við sveitar-félögin og samtök fatlaðs fólks. Þegar lögin verða endur-skoðuð á að taka mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks