Fundur með heilbrigðisráðherra

 Formaður og framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar funduðu í dag með Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmis mikilvæg mál sem varða aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu, einkum barna og fólks með þroskahamlanir og skyldar raskanir .

Á fundinum voru  m.a. tekin upp eftirfarandi mál og ráðherra gerð grein fyrir sjónarmiðum Þroskahjálpar hvað þau varðar:

 

Fundur Landssamtakanna Þroskahjálpar[1] með heilbrigðisráðherra 28. febrúar 2018.

 • Endurskoðun laga um fóstureyðingar, fósturskimanir, fóstur með Downs-heilkenni, ófrjósemisaðgerðir o.fl.
 • Aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun og/eða einhverfu og viðeigandi aðlögun.
 • Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu innan Landspítala fyrir fólk með þroskahömlun og viðeigandi aðlögun.
 • Reglugerð nr. 1155, um styrki vegna hjálpartækja með síðari breytingum m.a. m.t.t. þess að fólki sé ekki mismunað eftir því hvar og með hverjum það býr.
 • Þjónusta við börn og fjölskyldur með miklar og viðvarandi stuðningsþarfir.
 • Aðlögun þjónustu heilsugæslunnar að þörfum fólks með þroskahömlun og skyldar raskanir.
 • Aðlögun þjónustu sérgreinalækna sem hafa samning við Sjúkratryggingar Íslands að þörfum fatlaðs fólks.
 • Uppfærsla gjaldskráa / fjárhæða til að tryggja samræmi við raunkostnað þegar fólk á rétt á endurgreiðslum.
 • Fara yfir lög, reglur, stjórnsýslu og þjónustu ráðuneytis og undirstofnana þess til að tryggja að kröfum samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks sé mætt.  Ráðuneytið vinni markvisst og skipulega að því að gera allar undirstofnanir sínar meðvitaðar um þær skyldur sem ríkið hefur undirgengist með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
 • Sjá einnig meðfylgjandi: Aðgerðir skv. þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021 sem snúa beint að heibrigðisráðherra.  Lesa hér
 • Sjá einnig meðfylgjandi: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. – Heilsa.  Lesa hér


[1] Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð árið 1976. Samtökin byggja stefnu sína á mannréttindasamningum sem Ísland hefur skuldbundið sig til að framfylgja og eru áréttuð og útfærð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Megináhersla er á tækifæri til sjálfstæðs og eðlilegs líf til jafns við aðra. Samtökin vinna að hagsmuna- og réttindamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og fötluð börn. Samtökin reka húsbyggingasjóð. Aðildarfélög að samtökunum eru rúmlega 20 með um 6000 félögum.