Ályktanir Þroskahjálpar fyrir árið 2023 - Auðlesið mál

  • Þroskahjálp hélt fulltrúa-fund laugardaginn 29. október á Hilton hótelinu í Reykjavík.

  • Fulltrúa-fundur er haldinn á 2 ára fresti. Á fulltrúa-fundi hittist fólk sem tekur þátt í starfi Þroskahjálpar til að ræða saman.

  • Á fulltrúafundinum voru samþykktar ályktanir.

  • Ályktanir eru eins og blaðagreinar eða tilkynningar. Þá er fundur að senda frá sér texta um mál sem fólki finnst mikilvægust.

 

  • Málin sem stjórn Þroskahjálpar lagði fyrir fundinn eru mál sem Þroskahjálp er alltaf að vinna að.

  • Þroskahjálp ætlar áfram að vinna í þessum málum.

  • Við vonum að samfélagið hlusti á það sem við höfum að segja og taki undir. 

 

  • Þetta eru 5 ályktanir. Smelltu á plúsinn (+) til að lesa meira um hvert mál.

 

Rafræn skilríki

Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar krefst þess
að  stjórnvöld á Íslandi leysi vandamál með rafræn skilríki.

Þegar stjórnvöld á Íslandi ákváðu að fólk eigi að nota rafræn skilríki
hugsuðu stjórnvöld ekki um þarfir fatlaðs fólks.

Reglur um rafræn skilríki hafa flækt líf fólks með þroskahömlun
og líka flækt líf aðstandenda þeirra.

Margt fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir
má ekki fá rafræn skilríki
þó þau sæki um.

Þegar fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir
má ekki fá rafræn skilríki:

  • er erfitt fyrir þau að nýta réttindi sín
  • er erfitt fyrir þau fá sömu þjónustu og annað fólk.

Þetta er alvarlegt vandamál.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks stendur skýrt:

  • Tækni á að gera líf fatlaðs fólks einfaldara
  • Tækni á að gera líf fatlaðs fólks betra
  • Tækni á aldrei að flækja líf fatlaðs fólks
  • Tækni á aldrei að brjóta réttindi fatlaðs fólks
  • Tækni á aldrei að neita fötluðu fólki um þjónustu.

Samfélaginu finnst að við eigum öll rétt á
að nýta réttindi okkar og fá góða þjónustu. 

En rafræn skilríki hafa skapað mikil vandamál fyrir fatlað fólk.
Stjórnvöld eiga að nota peninga og tíma til að leysa þetta.
Það á að vera aðal verkefni þeirra.

Örorku-greiðslur

Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar
krefst þess að örorku-greiðslur verði hækkaðar.

Örorku-greiðslur:

  • eiga að vera jafnháar og lágmarks-laun
  • eiga að hækka og breytast þegar önnur laun breytast

Ríkis-stjórnin sagði að þau ætluðu að gera lífið betra
fyrir fólk sem fær örorku-greiðslur.

Ríkis-stjórnin sagði að þau ætluðu sérstaklega
að bæta líf fólksins sem á minnstan pening.

Það er mjög mikilvægt að ríkis-stjórnin
standi strax við þessi loforð.

Fatlað fólk hefur rétt á að njóta allskyns mann-réttinda.

Fatlað fólk á að hafa tækifæri til að vera sjálfstætt.
Og fatlað fólk á að geta lifað eðlilegu lífi
eins og annað fólk.

Til að fatlað fólk geti notið sinna mann-réttinda
og fengið tækifæri til að lifa eðlilegu lífi
þarf ríkis-stjórnin að gera það sem þau lofuðu.

Þetta stendur í Samningi sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Ríkis-stjórnin hefur lofað að fylgja þessum samningi
og setja hann í íslensk lög.

Húsnæði

Þroskahjálp vill að stjórnvöld* gefi fötluðu fólki tækifæri
til að búa á sínu eigin heimili.

Sumt fatlað fólk hefur þurft að bíða meira en 10 ár eftir að eignast heimili.
Það er alltof langt!

Fatlað fólk á rétt á að fá húsnæði.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir það.

Þegar við eignumst heimili er auðveldara fyrir okkur að fá önnur réttindi.
Eignast fjölskyldu.
Vera í friði og ró.
Taka eigin ákvarðanir.

Stjórnvöld þurfa að drífa sig að laga þetta.

Tækifæri til að vinna og mennta sig eftir framhaldsskóla

Mjög margt ungt fólk útskrifast af starfsbraut og vill mennta sig meira.
Því miður fær ungt fatlað fólk ekki nóg af tækifærum.
Þau vantar tækifæri til að mennta sig og fara í skóla.
Þau vantar líka tækifæri til að vinna.

Stjórnvöld* ætla að búa til áætlun.
Áætlunin verður um hvernig eigi að búa til fleiri tækifæri
fyrir ungt fatlað fólk sem vill vinna og mennta sig.

Þroskahjálp er ánægt með að það eigi að gera áætlun.
Stjórnvöld* þurfa að drífa sig.

Þroskahjálp vill að stjórnvöld búi til tækifæri sem fyrst
til að fara í háskóla, verknám, tækninám eða listnám fyrir ungt fatlað fólk.

Ísland hefur lofað að fylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Hann er mjög mikilvægur fyrir fatlað fólk.
Í samningnum segir að fatlað fólk eigi rétt á að mennta sig.
Ísland verður að standa við loforðið.

Heilbrigðisþjónusta

Fatlað fólk fær ekki nógu góða heilbrigðis-þjónustu.
Þetta þarf að laga!

Heilbrigðis-kerfið þarf að taka vel á móti öllum og veita góða þjónustu.

Til þess að geta veitt góða þjónustu þurfa þau að vita hvernig þjónustu fatlað fólk þarf.
Þau þurfa líka að vita hvar þau hafa ekki staðið sig vel áður.

Þroskahjálp vill að stjórnvöld safni upplýsingum um hvernig þjónustu fólk þarf.

Það þarf svo að nota þessar upplýsingar til þess að bæta þjónustu við fatlað fólk.

 

Orðskýringar

Stjórnvöld
Við notum orðið stjórnvöld um fólkið sem stjórnar á Íslandi.
Við kjósum stjórnmála-fólk til að stjórna.
Stjórnvöld getur þýtt ríkið eða ríkis-stjórnin sem stjórnar öllu Íslandi.
Stjórnvöld getur líka þýtt borgar-stjórn eða sveitar-stjórn sem stjórna bæjum og borgum.