Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð haustið árið 1976 í því skyni að sameina þau félög, sem vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með það að markmiði að tryggja því fullt jafnrétti á við aðra.
Aðildarfélög Þroskahjálpar eru 22 talsins og eru þau foreldra- og styrktarfélög, svo og fagfélög fólks sem hefur sérhæft sig í þjálfun og þjónustu við fatlað fólk. Félögin eru starfrækt um allt land og eru félagsmenn þeirra u.þ.b. sex þúsund.
Baráttan fyrir réttindum, hagsmunum og tækifærum fatlaðs fólks
Landssamtökin Þroskahjálp hafa allt frá stofnun samtakanna lagt höfuðáherslu á að málefni fatlaðs fólks séu málefni samfélagsins alls og að unnið skuli að þeim í samráði við þá sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta.
Samtökin eiga því mikið og margvíslegt samstarf við hlutaðeigandi stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga varðandi ýmis réttinda- og hagsmunamál fatlaðs fólks og berjast fyrir rétti þess. Þannig er leitast við að hafa mótandi áhrif á allar aðgerðir, sem stjórnvöld hafa forystu um, með það að leiðarljósi að fatlað fólk njóti í hvívetna sama réttar og sömu aðstöðu og aðrir landsmenn.
Árangur þessarar baráttu og þessa starfs er ótvíræður og má í því sambandi nefna löggjöf um aðstoð við þroskahefta 1979 og heildarlöggjöf um málefni fatlaðra sem tók gildi 1. janúar 1984. Ennfremur endurskoðun þeirra laga sem öðluðust gildi 1. september 1992 og nú síðast samþykkt laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Íslenskt samfélag á enn talsvert í land með að tryggja fötluðu fólki viðunandi þjónustu og stuðning og jafnrétti í raun, eins og skylt er að gera samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja á öllum sviðum samfélagsins.
Landssamtökin Þroskahjálp eiga m.a. aðild að Inclusion International, Inclusion Europe og Almannaheill.
Aðildarfélög

|
 |
 |
Félag Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum
Formaður: Guðmundur H. Kristjánsson, s. 894-6776 |
|
Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra
Formaður: Elín Rún Þorsteinsdóttir, s. 899 1188 (erh@centrum.is) |

|
Foreldrasamtök fatlaðra
Formaður: Helga Hjörleifsdóttir, s. 868-7024 |

Formaður: Rut Ríkey Tryggvadóttir |
|
Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum
Formaður: Þuríður Sigurðardóttir, s. 847-2705 (thuridursig@gmail.com)
|
|

|
Vinir Skaftholts
Formaður: Axel Árnason, s. 486-6057
|
Vinafélag Skálatúns
Formaður: Ólafur Sæmundsson, s. 567-5596, 822-5353 |
Þroskahjálp á Austurlandi
Formaður: Árdís G. Aðalsteinsdóttir (ardis1@simnet.is)
|
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra
Formaður: Sif Sigurðardóttir, s. 896-3256 (throska.ne@gmail.com / sifmoli@simnet.is)
|
Þroskahjálp á Suðurlandi
Formaður: Bjarni Harðarson, s. 482-3176 og 897-3374 (bjarnihardar@gmail.com) |
Þroskahjálp á Suðurnesjum
Formaður: Ásmundur Friðriksson, s. 481-1077 og 894-3900 (asmundurf@althingi.is) |
Þroskahjálp á Vesturlandi
Formaður: Kristján J. Pétursson, s. 861-3973 (throskahjalp.vesturlandi@gmail.com) |
Þroskahjálp í Vestmannaeyjum
Formaður: Jóhanna Birgisdóttir, s. 894-2064 (johannabirgis@gmail.com)
|

|