SAMNINGUR UM RÉTTINDI FATLAÐS FÓLKS greinar 5

3. gr.Almennar meginreglur.

Meginreglur samnings þessa eru eftirfarandi:

b) bann við mismunun,

c) að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar,

e) jöfn tækifæri,

h) virðing fyrir síbreytilegri getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína,

7. gr. Fötluð börn.

1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn.

2. Í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skal fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu.

3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika.

8. gr. Vitundarvakning.

1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að samþykkja tafarlausar, árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir:

2. Meðal ráðstafana í þessu skyni má nefna:

b) að ýta undir það sjónarmið, á öllum skólastigum, þ.m.t. hjá börnum frá unga aldri, að virða beri réttindi fatlaðs fólks,

9. gr. Aðgengi.

1. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, þ.e. ráðstafanir sem miða að því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efnislega umhverfi, að samgöngum, að upplýsingum og samskiptum, þ.m.t. upplýsinga- og samskiptatækni og kerfi þar að lútandi, og að annarri aðstöðu og þjónustu sem almenningi er opin eða látin í té, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Fyrrnefndar ráðstafanir, sem felast m.a. í því að staðreyna og ryðja úr vegi hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til:

a) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þ.m.t. skólar, íbúðarhúsnæði, heilbrigðisþjónusta og vinnustaðir.

2. Samningsaðilar skulu og gera viðeigandi ráðstafanir:

f) til þess að stuðla að því að fatlað fólk fái notið annars konar viðeigandi aðstoðar og þjónustu sem tryggir því aðgang að upplýsingum,

g) til þess að greiða fyrir aðgangi fatlaðs fólks að nýrri upplýsinga- og samskiptatækni og kerfum þar að lútandi, m.a. Netinu,

24. gr. Menntun.

1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Þau skulu, í því skyni að þessi réttur megi verða að veruleika án mismununar og þannig að allir hafi jöfn tækifæri, koma á menntakerfi á öllum skólastigum án aðgreiningar og símenntun sem miða að því:

a) að auka mannlega getu til fulls og tilfinningu fyrir meðfæddri göfgi og eigin verðleikum og auka virðingu fyrir mannréttindum, mannfrelsi og mannlegri fjölbreytni,

b) að fatlað fólk geti fullþroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu,

c) að gera fötluðu fólki kleift að vera virkir þátttakendur í frjálsu þjóðfélagi.

2. Til þess að þessi réttur megi verða að veruleika skulu aðildarríkin tryggja:

a) að fatlað fólk sé ekki útilokað frá hinu almenna menntakerfi vegna fötlunar og að fötluð börn séu ekki útilokuð frá gjaldfrjálsu skyldunámi á grunnskólastigi, eða námi á framhaldsskólastigi, vegna fötlunar,

b) að fatlað fólk hafi aðgang að endurgjaldslausri grunn- og framhaldsskólamenntun, sem uppfyllir almennar kröfur um gæði, til jafns við aðra í þeim samfélögum þar sem það býr,

c) að viðkomandi einstaklingur njóti viðeigandi aðlögunar til þess að þörfum hans sé mætt.

d) að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning, innan hins almenna menntakerfis, til þess að stuðla að haldgóðri menntun þess,

e) að árangursríkar, einstaklingsbundnar stuðningsaðgerðir séu boðnar fram í umhverfi sem ýtir hvað mest undir framvindu í námi og félagslega þróun sem aftur samræmist því markmiði að fatlað fólk geti lifað í samfélaginu án nokkurrar aðgreiningar.

3. Aðildarríkin skulu gera fötluðu fólki kleift að öðlast hagnýta og félagslega færni í því skyni að greiða fyrir fullri þátttöku þess, til jafns við aðra, í skólastarfi og sem þjóðfélagsþegnar. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í þessu skyni, meðal annars:

a) auðvelda fötluðu fólki að læra blindraletur, óhefðbundna skrift, bættar og óhefðbundnar samskiptaaðferðir, -leiðir og -form og færni í áttun og hreyfifærni, ásamt því að greiða fyrir jafningjaaðstoð og handleiðslu,

b) auðvelda fötluðu fólki að læra táknmál og stuðla að samsemd heyrnarlausra með tilliti til tungumáls,

c) tryggja að menntun einstaklinga, og þá sérstaklega barna, sem eru blindir, heyrnarlausir eða daufblindir, fari fram á þeim tungumálum og samkvæmt og eftir þeim aðferðum og leiðum sem henta viðkomandi einstaklingi og í umhverfi sem ýtir hvað mest undir framvindu í námi og félagslegan þroska.

4. Í því skyni að tryggja að fyrrnefnd réttindi verði að veruleika skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til þess að ráða kennara, þ.m.t. fatlaða kennara, sem eru sérhæfðir í táknmáli og/eða blindraletri, og að þjálfa fagmenn og starfsmenn sem starfa á öllum sviðum menntakerfisins. Fyrrnefnd þjálfun skal meðal annars fela í sér vitund um fötlun og notkun bættra og óhefðbundinna aðferða, leiða og forma í samskiptum, auk kennslutækni og kennsluefnis sem er ætlað að styðja fatlað fólk.

5. Aðildarríkin skulu tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að hefja almennt nám á háskólastigi og að það fái aðgang að starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra. Aðildarríkin skulu, í þessu skyni, tryggja að fatlað fólk fái notið viðeigandi aðlögunar.

27. gr. Vinna og starf.

1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt. Aðildarríkin skulu tryggja og stuðla að því að rétturinn til vinnu verði að veruleika, m.a. fyrir þá sem verða fatlaðir meðan þeir gegna starfi, með því að gera viðeigandi ráðstafanir, til að mynda með lagasetningu, til þess meðal annars:

d) að gera fötluðu fólki kleift að hafa með virkum hætti aðgang að tækni- og starfsráðgjöf, atvinnumiðlun og starfsþjálfun og símenntun sem almenningi stendur til boða,

j) að stuðla að því að fatlað fólk geti aflað sér starfsreynslu á almennum vinnumarkaði,