Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fromálsorð 8

Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum,

a) sem minnast meginreglna, sem kunngerðar eru í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðfædd göfgi og verðleikar og jöfn og óafsalanleg réttindi allra manna eru viðurkennd sem hornsteinn frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,

e) sem viðurkenna að hugtakið fötlun er breytingum undirorpið og að rekja má fötlun til víxlverkunar milli skertra einstaklinga og viðhorfstengdra tálma og umhverfishindrana sem koma í veg fyrir fulla og virka þátttöku þeirra í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli,

h) sem viðurkenna einnig að mismunun gagnvart sérhverjum einstaklingi vegna fötlunar gangi í berhögg við meðfædda göfgi og verðleika mannsins,

i) sem viðurkenna enn fremur að fatlað fólk er sundurleitur hópur,

j) sem viðurkenna nauðsyn þess að stuðla að og vernda mannréttindi alls fatlaðs fólks, einnig þess sem þarf mikinn stuðning,

m) sem viðurkenna þarft framlag fatlaðs fólks til almennrar velsældar og fjölbreytni samfélaga sinna, eins og það er nú og getur orðið, og að fylgi við að fatlað fólk njóti mannréttinda og mannfrelsis til fulls og sé virkir þátttakendur í samfélaginu muni leiða til aukinnar tilfinningar þeirra fyrir því að það tilheyri samfélaginu og til umtalsverðrar framþróunar samfélagsins, jafnt á mannlega sviðinu sem og því félagslega og efnahagslega, og til þess að fátækt verði útrýmt,

n) sem viðurkenna gildi þess fyrir fatlað fólk að vera sjálfrátt og sjálfstætt, meðal annars að hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir,

x) sem eru þess fullviss að fjölskyldan er hin eðlilega undirstöðueining samfélagsins og að samfélaginu og ríkinu beri skylda til að vernda hana og enn fremur að fötluðu fólki og fjölskyldum þess beri nauðsynleg vernd og aðstoð til þess að fjölskyldum verði gert kleift að leggja sitt af mörkum til þess að fatlað fólk geti notið réttinda sinna til fulls og jafns við aðra.