Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna greinar 9

23. grein
1. Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi.

2. Allir skulu, án nokkurrar mismununar, eiga rétt á sömu launum fyrir sömu störf.

3. Allir sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum sanngjarnt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef þörf krefur.

4. Allir hafa rétt til að stofna stéttarfélög og ganga í þau til verndar hagsmunum sínum.