Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila), 697. mál.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar[1] um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila), 697. mál.

Landssamtökin Þroskahjálp lýsa stuðningi við frumvarpið og benda sérstaklega á mikilvægi þess gagnvart þjónustu við fatlað fólk.

Við núverandi aðstæður geta lög og/eða samningar hindrað að hægt sé að láta starfsmann færa starfsstað sinn, t.a.m. heim til fatlaðs fólks þegar starfsstöð sem það almennt sækir þjónustu til lokar, þrátt fyrir að meginmarkmið með viðkomandi starfi sé að veita fötluðu fólki tiltekna þjónustu sem það á rétt til lögum samkvæmt og hefur þörf fyrir vegna fötlunar sinnar, burtséð frá því hvar það dvelst.

Samtökin taka fram að mikilvægt er að taka tillit til aðstæðna starfsmanna hverju sinni og setja þá ekki í óþarfa hættu eða aðstæður sem ljóst má vera að viðkomandi ráði ekki við.

 

Virðingarfyllst,

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar

 

Nálgast má frumvarpið sem umsögnin á við hér.


[1] Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og fötluð börn. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum. Um 20 félög eiga aðild að samtökunum með um 6 þúsund félagsmenn.