Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar við drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

Landssamtökin Þroskahjálp vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi drögin.

 Samtökin telja að í reglunum þurfi að koma skýrar fram en er í fyrir liggjandi drögum, sbr. 7. og 9. gr. þeirra, að sveitarfélög verði að tryggja eftir vþí sem nokkur kostur er að upplýsingar um þessa styrki komist örugglega til allra sem hagsmuna kunan að hafa að gæta, óháð fötlun þeirra. Í því sambandi væri eðlilegt að gerð væri krafa um að allir sem fá þjónustu sveitarfélags samkvæmt lögum nr. 38/2018 skuli upplýstir um þetta með viðeigandi hætti sem taki m.a. mið af fötlun þeirra og þörfum. Fólk sem fær þjónustu eftir lögunum á að hafa málstjóra hjá félagsþjónustu sem gæti borið ábyrgð á að kynna þessa styrki fyrir einstaklingunum með viðeigandi hætti og aðstoðað þá við að sækja um óski þeir þess.

Umsögn í samráðsgátt má skoða hér