Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu o.fl. (dvalarrými og dagdvöl), 185. mál.

Landssamtökin Þroskahjálp vísa til umsagnar sinnar, dags. 23. apríl sl., við frumvarpið þegar það var til meðferðar á síðasta þingi[1] og þess sem fram kom þá í máli fulltrúa samtakanna á fundi með velferðarnefnd.

 Samtökin ítreka áskorun sína til velferðarnefndar og Alþingis um að búa svo um hnúta að ef frumvarpið verður að lögum verði fulltryggt að að engin hætta verði á að framkvæmd hlutaðeigandi stjórvalda á grundvelli laganna gangi á nokkurn hátt gegn ákvæðum og markmiðum laga varðandi þjónustu við fatlað fólk og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hvað varðar tækifæri fatlaðs fólks til sjálfstæðs og eðlilegs lífs til jafns við aðra, rétt þess til að ráða búsetu sinni og útrýmingu stofnanaþjónustu við fatlað fólk.  

 Frumvarp má lesa hér