Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um tilvísanir fyrir börn.

 Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um tilvísanir fyrir börn.

Vísað er til 6. tl. í  umsögn samtakanna, dags. 13. desember 2016, um drög að reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu en þar segir:

„Þá telja samtökin rök og sjónarmið sem liggja til grundvallar ákvæði 4. mgr. 4. gr. draga að reglugerð um tilvísanir fyrir börn um að heimilt sé að ákveða að tilvísun fyrir börn með „langvinna sjúkdóma eða fötlun gildi í allt að tíu ár“ eigi einnig við um fullorðið fólk með langvinna sjúkdóma eða fötlun. Eðli sjúkdóms eða fötlunar ræður því hvort sanngjarnt og hagkvæmt er að hafa þessa heimild og beita henni frekar en aldur viðkomandi. Samtökin leggja því áherslu á að viðeigandi reglum verði breytt til samræmis við það.“

 

Reykjavík, 16. desember 2016.

 

Virðingarfyllst,

Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður.

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri .

 

 drög að reglugerð um tilvísanir fyrir börn má nálgast hér