Viðurkenning fyrir lokaverkefni í þroskaþjálfafræðum

Landsamtökin Þroskahjálp ákváðu árið 2014 veita viðurkenningu fyrir lokaverkefni til B.A. – gráðu í þroskaþjálfafræðum við íþrótta-, tómstunda- og Þroskaþjálfadeild. Háskóla Íslands. Markmiðið var að vekja athygli á verkefnum sem væru framúrskarandi og til þess fallin að vekja athygli og stuðla að nýsköpun

 Landsamtökin Þroskahjálp ákváðu árið 2014 veita viðurkenningu fyrir lokaverkefni  til B.A. – gráðu í þroskaþjálfafræðum  við íþrótta-, tómstunda- og Þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands. Markmiðið var að vekja athygli á verkefnum sem væru framúrskarandi og til þess fallin að vekja athygli og stuðla að nýsköpun.

Samtökin hafa síðan veitt slík verðlaun. Fyrirkomulag við að að velja verkefni sem hlýtur verðlaunin er þannig að leiðbeinendur lokaverkefna tilnefna  verkefni til verðlaunanna.  Dómnefnd sem skipuð  er  fulltrúum  Landssamtakanna Þroskahjálpar, Átaks félags fólks með þroskahömlun og  Þroskaþjálfafélags Íslands auk umsjónarmanna lokaverkefna við þroskaþjálfabraut velur síðan verðlaunahafa úr verkefnum sem hafa verið tilnefnd. 

Nú í ár hlaut Trausti Jónsson verðlaunin fyrir verkefni sitt „Hvernig samræmist þjónandi leiðsögn félagslegum skilningi fötlunarfræðinnar“

Í umsögn leiðbeinanda um verkefnið segir:

„Um er að ræða fræðilega ritgerð þar sem höfundur fjallar um hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar, ber saman við félagslegan skilning fötlunarfræðinnar og fjallar á greinandi hátt um hvað er sameiginlegt og hvað skilur á milli. Höfundur hefur lagt sig fram um heimildaöflun og notar fjölbreyttar heimildir. Nýsköpunargildi verkefnisins felst í því að skoða hagnýtar aðferðir í ljósi hugmynda og kenninga.  Þar af leiðir að verkefni eins og þetta er mikilvægt og gagnrýnið innlegg í umræður um leiðir í starfi með fötluð fólki.“

Landssamtökin Þroskahjálp óska Trausta til hamingju með verðlaunin en hann mun síðar gera gein fyrir verkefni sínu í tímariti Þroskahjálpar.