Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar

Tölvuteikning af húsinu á Stuðlaskarði, séð utan frá.Landssamtökin Þroskahjálp reka húsbyggingasjóð sem byggir og kaupir íbúðir sem eru leigðar fötluðu fólki.

Markmið sjóðsins er að greiða fyrir að sveitarfélög standi betur og fyrr við lagalegar skuldbindingar sínar um að sjá fötluðu fólki fyrir hentugu húsnæði fyrir leigugjald sem það ræður við. 

Húsbyggingasjóður á nú og rekur 87 íbúðir á nokkrum stöðum á landinu sem leigðar eru fötluðu fólki samkvæmt ákvörðun viðkomandi sveitarfélaga. 

Stjórn húsbyggingarsjóðs skipa:

Friðrik Sigurðsson, formaður
Atli Rafn Kristinsson
Björn Rúnar Guðmundsson
Jarþrúður Þórhallsdóttir
Sigrún Broddadóttir

Íbúðir húsbyggingasjóðs

  • Reykjavík: 24 íbúðir og 4 starfsmannarými
  • Seltjarnarnes: 2 íbúðir
  • Kópavogur: 5 íbúðir
  • Hafnarfjörður: 7 íbúðir og 1 starfsmannarými, 1 sambýli 2 íbúðir, 3 herbergi og starfsmannarými
  • Mosfellsbær: 5 íbúðir og 2 starfsmannarými
  • Sandgerði: 5 íbúðir og 1 starfsmannarými
  • Akranes: 5 íbúðir og 1 starfsmannarými
  • Fljótsdalshérað: 4 íbúðir
  • Akureyri: 14 íbúðir og 2 starfsmannarými
  • Dalvík: 4 íbúðir og 1 starfsmannarými
  • Sauðárkrókur: 5 íbúðir og 1 starfsmannarými

Þá eiga samtökin og reka Daðahús á Flúðum sem er leigt út.

SKIPULAGSSKRÁ HÚSBYGGINGASJÓÐS LANDSSAMTAKANNA ÞROSKAHJÁLPAR 

Heiti og heimilisfang.

  1. Sjóðurinn heitir Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar og er hluti af starfsemi samtakanna og er á ábyrgð þeirra.
  2.  Sjóðurinn er til húsa á skrifstofu Landssamtakanna Þroskahjálpar.  Núverandi heimilisfang er að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.

Tilgangur og markmið.

  1. Tilgangur sjóðsins er að byggja/kaupa og annast rekstur á  íbúðarhúsnæði til  útleigu á hagstæðum kjörum til fatlaðs fólks.
  2. Sjóðurinn miðar leiguverð sitt við að nettó leiga sé ekki hærri en 25 % af tekjum leigjenda sinna og eru leigusamningar sjóðsins ótímabundnir, nema aðstæður mæli með öðru.

Stjórn og skipulag.

  1. Stjórn sjóðsins skipa 5 einstaklingar sem kosnir eru til stjórnasetu til tveggja ára í senn á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar. Stjórn Húsbyggingarsjóðs kýs sér formann.
  2. Til landsþings er boðað samkvæmt lögum Landssamtakanna Þroskahjálpar og einungis þeir sem hafa atkvæðisrétt á landsþingi samkvæmt þeim lögum geta kosið stjórn Húsbyggingasjóðs og samþykkt reikninga hans. 
  3. Framkvæmdastjóri Landsamtakanna Þroskahjálpar er jafnframt  framkvæmdastjóri Húsbyggingasjóðs.
  4. Stjórn Húsbyggingasjóðs fundar eins oft og þurfa þykir og  boða formaður og framkvæmdastjóri til funda með að lágmarki 7 daga fyrirvara. Aðrir stjórnarmenn geta einnig óskað eftir fundi og er skylt að verða við því ef slík beiðni kemur frá þremur eða fleiri stjónarmönnum. Stjórnafundur eru lögmætur ef meirihluti stjórnarmanna situr fund.
  5. Formaður og framkvæmdastjóri geta einir skuldbundið sjóðinn í umboði  og með heimild stjórnar Landssamtakanna Þroskahjálpar.
  6. Við allar ákvarðanir sínar skal sjóðstjórnin einvörðungu hafa hagsmuni sjóðsins og leigjenda að leiðarljósi.

Rekstur og reikningar.  

  1. Húsbyggingasjóður hefur sjálfstæðan fjárhag og skal halda sérstakan reikning um rekstur hans. Endurskoðaður reikningur sjóðsins skal undirritaður af sjóðsstjórn jafnframt því sem samþykkja þarf reikningin á landsþingi Landssamtakana Þroskahjálpar.
  2. Viðskipti með eignir samtakanna fari fram á eðlilegu markaðsvirði eins og það er á hverjum tíma, nema lög eða reglur mæli fyrir um annað.
  3. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. 
  4. Taki landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar ákvörðun um niðurlagningu sjóðsins skal það jafnframt taka ákvörðun um eignir hans og skuldir í samræmi við þau lög sem um það gilda hverju sinni, m.a. um félagslegt leiguhúsnæði.