Skýrsla: Framkvæmd Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi 2019

Vorið 2019 fengu Landssamtökin Þroskahjálp styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að vinna skýrslu um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Skýrslan á að vera unnin af fólki með þroskahömlun og endurspegla raddir þeirra og viðhorf til framkvæmdar samningsins. Skýrsluna á að nýta við gerð skýrslu ríkisins og gerð skuggaskýrslu til nefndar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Fljótlega var tekin sú ákvörðun að Átak, félag fólks með þroskahömlun og hópur fólks sem kallast sendiherrar um samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks ynnu skýrsluna í sameiningu. Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð var falið að sjá um framkvæmd verkefnisins.

Smelltu hér til að opna skýrsluna