Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar umdrög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta)

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar umdrög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta)           

 1. nóvember 2023

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fötluð börn og fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, barnasáttmála SÞ og öðrum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undigengist, sem og á heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir.

Íslenska ríkið fullgilti samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Í stjórn

Nálgast má mál sem umsögnin á við hér.

arsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að samningurinn verði lögfestur og þá er í gangi af hálfu ríkisins sérstök landsáætlun um innleiðingu hans.

Í sambandi við það mál sem hér er til umsagnar þarf sérstaklega að líta til réttinda fatlaðs fólks og skyldna sem hvíla á stjórnvöldum samkvæmt 5. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Jafnrétti og bann við mismunun og 25 gr., sem hefur yfirskriftina Heilbrigði.

Mörgu fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir og einhverfu fólki er synjað um rafræn skilríki. Samtökin hafa ítrekað krafist úrbóta í þeim málum. Gera má ráð fyrir því að til að nýta sér fjarheilbrigðisþjónustu þurfi viðkomandi að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og ef svo er mun sá hópur sem ekki er með rafræn skilríki ekki geta nýtt sér fjarheilbrigðisþjónustu.

Margar og miklar vísbendingar eru um að heilsa fólks með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverfs fólk sé almennt lakari en annarra og jafnframt um að aðgengi þessa hóps að upplýsingum, úrræðum og heilsutengdum forvörnum og lýðheilsustarfi sé verulega ábótavant.  Á þetta m.a. við um átaksverkefni til heilsueflingar, aðgengi að viðeigandi stuðningi og fræðslu um heilsueflingu og sértæk úrræði til að efla heilsu og vellíðan. Mjög mikilvægt er að tryggja að allir hafi jöfn og raunhæf tækifæri til að njóta þess sem gert er á sviði almennrar heilbrigðisþjónust og að í því sambandi sé sérstaklega litið til aðstæðna, þarfa og réttinda fatlaðs fólks.

Samtökins styðja áform um að setja ákvæði um fjarheilbrigðisþjónstu í lög um heilbrigðisþjónustu, með þeim mikilvæga fyrirvara að tryggt verði að sú þjónusta sé og verði í boði fyrir alla, án mismunar.

Virðingarfyllst.

Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar

 

Nálgast má mál sem umsögnin á við hér