Tvö málþing um innleiðingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Þroskahjálp, ÖBÍ og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum HÍ stendur að málþingi sem ber yfirskriftina: 

Hvaða þýðingu hefur Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs fólks
fyrir þjónustu og starfsemi íslenskra sveitarfélaga?

Málþing verður haldið á Grand Hóteli í Reykjavík  þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 13:00 til 17:00 - enginn aðgangseyrir.

Dagskrána má lesa hér

Reykjavíkurborg, Landssamtökin Þroskahjálp, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og Öryrkjabandalag Íslands  bjóða til málþings á Grand hótel Reykjavík þ. 19. maí.  kl. 09:00 - 12:15. Málþingið ber yfirskriftina:

Mannréttindi og algild hönnun,

Hafa allir borgarbúar jafnan aðgang að upplýsingum, menningu, tómstundum, listum, sundlaugum, internetinu, bókasöfnum og stjórnsýslunni? 
Dagskrá má lesa hér