Svipmyndir af landsþingi Þroskahjálpar

Stjórnarkjör

Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar var haldið á Grand Hótel 21. október að viðstöddu fjölmenni.

Á þinginu var kjörin stjórn og endurnýjaði Unnur Helga Óttarsdóttir umboð sitt sem formaður samtakanna.

Auk Unnar skipa nú stjórn Þroskahjálpar:

Guðmundur Ármann Pétursson
Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir
Ólafur Snævar Aðalsteinsson
Sif Sigurðardóttir
Sólveig Sigurvinsdóttir
Þórdís Erla Björnsdóttir

Og í varastjórn voru kjörin:

Fabiana Morais
Ragnheiður Sigmarsdóttir
Sigurður Þorsteinn Guðmundsson

 

Ný stjórn Þroskahjálpar tekin til starfa

 

Landsþingið samþykkti samhljóða fjórar ályktanir um:

  • húsnæðismál
  • rafræn skilríki
  • geðheilbrigðisþjónustu
  • hækkun örorkulífeyris

Þær hafa nú þegar verið birtar á vefsíðu Þroskahjálpar:

Lesa ályktanir   Lesa ályktanir á auðlesnu máli

 

Þak yfir höfuðið

Síðar um daginn var haldið málþingið Þak yfir höfuðið í samstarfi við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar, þar sem tekin voru til umræðu búsetumál fatlaðs fólks.

Athygli vakti á málþinginu að svo virðist sem að ekki sé umdeilt að sárleg vöntun sé á húsnæði fyrir fatlað fólk, og jafnt þörfin sem og lagalegar skyldur stjórnvalda að koma til móts við þær þarfir eru skýrar. Þá er til umtalsvert fjármagn eyrnamerkt þessari uppbyggingu og ýmsar lausnir, svo sem stofnframlög, í boði til að fjármagna enn frekar uppbyggingu á húsnæði fyrir fatlað fólk.

Því miður virðist vandinn liggja í kostnaðardeilu ríkis og sveitarfélaga um málaflokk fatlaðs fólks, en það er óþolandi og ólíðandi að sú deila standi lögbundnum og einkar mikilvægri uppbyggingu fyrir þrifum.

Einn gestur málþingsins orðaði það svo, að „mamma“ og „pabbi“ þurfi að hætta að rífast, eða mögulega sækja sér einhverja ráðgjöf til að finna lausn á deilunni, og vísaði þar í ríki og sveitarfélög.

Meðfylgjandi eru nokkrar svipmyndir af landsþingi Þroskahjálpar 2023 og málþinginu Þak yfir höfuðið.

Svipmynd af málþinginu Þak yfir höfuðið 2023

Svipmynd af málþinginu Þak yfir höfuðið 2023