Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á auðskildu máli.

Alþingi hefur nú samþykkt að Ísland fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það þýðir að að ríki og sveitarfélög verða að láta fatlað fólk fá þau réttindi sem fjallað er um í samningnum. Meginmarkmið samningsins er að tryggja að fatlað fólk njóti mannréttinda eins og annað fólk. Í samningnum er meðal annars fjallað um:

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks aá auðskildu máli.

 Alþingi hefur nú samþykkt að Ísland fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það þýðir að að ríki og sveitarfélög verða að láta fatlað fólk fá þau réttindi sem fjallað er um í samningnum. Meginmarkmið samningsins er að tryggja að fatlað fólk njóti mannréttinda eins og annað fólk. Í samningnum er meðal annars fjallað um:

 

  • Sjálfsákvörðunarréttinn. - Réttinn til að ráða sínum málum sjálfur.
  • Réttinn til að ganga í skóla og fá menntun.
  • Réttinn til að kjósa og taka þátt í stjórnmálum og stjórnsýslu.
  • Réttinn til að búa og taka virkan þátt í samfélaginu.
  • Réttinn til heilbrigðisþjónustu.
  • Réttinn til að stunda vinnu og til að búa við ásættanleg lífskjör.
  • Réttinn til einkalífs.
  • Réttinn til að fá upplýsingar með viðeigandi hætti.
  • Réttinn til að ganga í hjónaband.
  • Réttinn til eignast börn.
  • Réttinn til að gera samninga og réttinn til til að erfa peninga og eignir.
  • Réttinn til að hafa aðgang að almenningssamgöngum og að annarri þjónustu sem ríki og sveitarfélög veita.
  • Réttinn til að taka þátt í menningarlífi.

  Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á auðskildu máli má lesa hér