Orlofsdvalir - Hvernig þjónustu er boðið upp á?

Orlofsdvöl
Orlofsdvöl
Gefinn hefur verið út gátlisti vegna orlofsþjónustu við fatlað fólk sem saminn var af réttindavakt velferðarráðuneytisins. Hann er fyrst og fremst hugsaður til þess að auðvelda fólki val um þá orlofsþjónustu sem stendur til boða víða um land.

Gefinn hefur verið út gátlisti vegna orlofsþjónustu við fatlað fólk sem saminn var af réttindavakt velferðarráðuneytisins. Hann er fyrst og fremst hugsaður til þess að auðvelda fólki val um þá orlofsþjónustu sem stendur til boða víða um land. Til að hann geti gegnt hlutverki sínu er þess vinsamlega farið á leit að þeir sem reka orlofsdvalir fylli hann út og hafi hann tiltækan ef eftir óskað er eftir honum.

Leitast verður við að upplýsa fatlað fólk um listann og mun starfsfólk í félagsþjónustu, þ.m.t. búsetuþjónustu, verða látið vita af tilvist hans. Óskir þú eftir því munu Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp vista listann frá þér á heimasíðum sínum til að greiða fólki enn frekar aðgang að upplýsingum um þá orlofsþjónustu sem þú veitir forstöðu.

Hægt er að nálgast listann með því að smella "hér". Óskir þú eftir að við birtum hann á síðu okkar sendur þú listann útfylltann á asta@throskahjalp.is .

Nánari upplýsingar um réttindavaktina er að finna á www.vel.is/rettindagaesla.is

Hægt er að nálgast listanna hér með því að fara undir Réttindi og Þjónusta.