Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mikilvægur áfangi en betur má ef duga skal.

Alþingi samþykkti í gær ályktun um að samningur um réttindi fatlaðs fólks skuli fullgiltur fyrir Íslands hönd. Samningurinn var undirritaður af hálfu Íslands fyrir meira en 9 árum síðan, þ.e. 30. mars 2007, og hafa langflest ríki í heiminum þegar fullgilt samninginn. Fullgilding samningsins er mikilvægur áfangi í að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri sem flestu ófötluðu fólki þykja sjálfsögð. Þar er mikið verk að vinna og vonandi ganga íslensk stjórnvöld rösklegar fram við það en þau hafa gert við fullgildingu þessa mikilvæga mannréttindasamnings.

Fullgilding samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Mikilvægur áfangi en betur má ef duga skal.

Alþingi samþykkti í gær ályktun um að samningur um réttindi fatlaðs fólks skuli fullgiltur fyrir Íslands hönd. Samningurinn var undirritaður af hálfu Íslands fyrir meira en 9 árum síðan, þ.e. 30. mars 2007, og hafa langflest ríki í heiminum þegar fullgilt samninginn.

Fullgilding samningsins er mikilvægur áfangi í að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri sem flestu ófötluðu fólki þykja sjálfsögð. Þar er mikið verk að vinna og vonandi ganga íslensk stjórnvöld rösklegar fram við það en þau hafa gert við fullgildingu þessa mikilvæga mannréttindasamnings.

Í þingsályktunartillögu um fullgildingu samningsins var ekki gert ráð fyrir að viðauki við samninginn, sem Íslands undirritaði einnig árið 2007, yrði fullgiltur en 90 ríki hafa nú fullgilt hann. Í þingsályktunartillögunni var ekki skýrt hvers vegna ekki væri gert ráð fyrir að Ísland fullgilti viðaukann.

Við meðferð málsins á Alþingi kom fram tillaga um að viðaukinn yrði fullgiltur um leið og samningurinn en þegar í ljós kom að íslensk stjórnvöld höfðu ekki unnið nauðsynlega undirbúningsvinnu til þess var sú tillaga dregin til baka og samþykkt ályktun um að viðaukinn skuli fullgiltur fyrir árslok árið 2017.

Þetta hlýtur að vekja veruleg vonbrigði og allnokkra furðu, í ljósi þess hversu mikilvægur þessi viðauki er fyrir vernd mannréttinda fatlaðs fólks sem og þess að íslenska ríkið undirritaði hann árið 2007 og hefur því nú haft næstum 10 ár til að ákveða og undirbúa fullgildingu hans.

Hér á eftir er fjallað um hvers vegna fullgilding þessa mikilvæga mannréttindasamnings er mikilvæg fyrir réttindi, hagsmuni og lísfgæði fatlaðs fólks og hvers vegna mikilvægt er að viðaukinn við hann verði einnig fullgiltur án frekari ástæðulauss dráttar. Þá er einnig skýrt hvers vegna verður að gera betur ef duga skal og taka samninginn í íslensk lög eins og gert hefur verið við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  

Hvers vegna er mik­il­vægt að Ísland full­gildi samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks?

Meg­in­mark­mið samn­ings­ins er að tryggja fötl­uðu fólki tæki­færi til sjáf­stæðs og eðli­legs lífs og verja það fyrir mis­munun á ýmsum mik­il­vægum svið­um.

Með full­gild­ingu samn­ings­ins skul­bindur ríkið sig til að tryggja fötl­uðu fólki öll þau lág­marks­rétt­indi sem samn­ing­ur­inn mælir fyrir um og til að gera nauð­syn­legar breyt­ingar á íslenskum lög­um, regl­um, stjórn­sýslu­fram­kvæmd og þjón­ustu til að tryggja að kröfur sem samn­ing­ur­inn gerir verði upp­fyllt­ar. 

Þegar ríki full­gildir samn­ing­inn skuld­bindur það sig til að gefa eft­ir­lits­nefnd sem starfar sam­kvæmt samn­ingnum reglu­lega skýrslur um hvað það hefur gert til að efna skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt samn­ingn­um. Við þá skýrslu­gjöf skulu ríki hafa sam­ráð við fatlað fólk með milli­göngu sam­taka sem koma fram fyrir þess hönd. Eft­ir­lits­nefndin fjallar um skýrsl­urnar og beinir síð­an  til­mælum sínum til ríkj­anna um það sem betur má fara og brýnt er að gera. Þessar skýrslur og umfjöllun nefnd­ar­innar um þær og til­mæli hennar um ráð­staf­anir og úrbætur fela í sér mjög mik­il­vægt aðhald gagn­vart hlut­að­eig­andi ríkjum og gagn­legar leið­bein­ingar fyrir stjórn­völd um hvað þau þurfa að gera og bæta til að upp­fylla kröfur samn­ings­ins.

Val­kvæður viðauki við samn­ing­inn.

Ísland und­ir­rit­aði val­kvæðan viðauka við samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks um leið og það und­ir­rit­aði samn­ing­inn sjálfan árið 2007. Val­kvæði viðaukinn mælir fyrir um kæru­leið fyrir ein­stak­linga og hópa sem telja að íslensk stjórn­völd hafi ekki veitt þeim þann rétt sem þeim ber sam­kvæmt samn­ingnum og hafa árang­urs­laust nýtt þau úrræði sem þeir hafa sam­kvæmt íslenskum lögum og stjórn­kerfi til að ná því fram sem þeir telja sig eiga rétt á sam­kvæmt samn­ingn­um. Eft­ir­lit­nefndin getur óskað upp­lýs­inga frá ríkjum og beint til­mælum til þeirra. Með því að full­gilda valkvæða viðaukann verður virkara aðhald með ríkjum um að fram­fylgja samn­ingn­um, réttar­ör­yggi fatl­aðs fólks meira og mann­rétt­indi þess betur var­in.

Lög­fest­ing samn­ings­ins.

Samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi barns­ins var tek­inn í íslensk lög árið 2013. Það var gert til að tryggja enn betur en gert var með full­gild­ingu samn­ings­ins þau rétt­indi sem samn­ing­ur­inn mælir fyrir um.

Sömu rök eiga við um samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Með því að lög­festa samn­ing­inn verður mann­rétt­indum fatl­aðs fólks veitt aukin vernd og réttar­ör­yggið eykst. Fatl­aður ein­stak­lingur getur þá borið ákvæði samn­ings­ins fyrir sig sem ótví­ræða rétt­ar­reglu fyrir dómi eða stjórn­völd­um. Lög­fest­ing mun vekja jafnt almenn­ing og þá sem fjalla um mál­efni fatl­aðs fólks fyrir dóm­stól­um, í stjórn­sýslu og við und­ir­bún­ing að laga­setn­ingu, til frek­ari vit­undar um mann­rétt­indi fatl­aðs fólks og þá virð­ingu sem verður að ætl­ast til að þeim sé sýnd í rétt­ar­ríki. Lög­fest­ing samn­ings­ins um fatlað fólk mun og auka, á alþjóða­vett­vangi, traust á virð­ingu íslenska rík­is­ins fyrir mann­rétt­indum fatl­aðs fólks.