Stjórnvöld tryggi rétt til sanngirnisbóta.

Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent dómsmálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að gera svo skjótt sem verða má nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að fólk með þroskahömlun sem var vistað á öðrum stofnunum en Kópavogshæli fái notið sanngirnisbóta með sambærilegum hætti.

 

Afrit af þessu bréfi Þroskahjálpar var sent forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formönnum allsherjar- og menntamálanefndar og velferðarnefndar Alþingis.

 

Bréfið má nálgast hér