Staða fatlaðs fólks - samráðsfundir ráðherra um landið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, boðar nú til opinna samráðsfunda um allt land. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: ,, Á fundunum verður fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra. Samráðsfundirnir hafa þann tilgang að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma."

Síðustu mánuði hefur Þroskahjálp tekið þátt í vinnu við gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Að vinnunni koma, auk Þroskahjálpar, önnur hagsmunasamtök, fulltrúar ráðuneyta og fulltrúar sveitarfélaga. Mikill metnaður hefur verið lagður í vinnuna og hvetjum við nú allan almenning að mæta á þessa samráðsfundi, fá innsýn í vinnuna sem hefur farið fram og koma sínum skoðunum og hagsmunamálum á framfæri.

Fundirnir verða á eftirfarandi stöðum:

22. maí – Reykjanesbær kl. 17 (Bíósalur í Duus-safnahúsum)

23. maí – Akureyri kl. 17 (Hof – Hamrar)

24. maí – Borgarnes kl. 17 (staðsetning augl. síðar)

21. júní – Ísafjörður kl. 12 (staðsetning augl. síðar)

22. júní – Egilsstaðir kl. 17 (staðsetning augl. síðar)

26. júní – Selfoss kl. 17 (Hótel Selfoss)

27. júní – Höfuðborgarsvæðið kl. 17 (staðsetning augl. síðar)

29. júní – Rafrænn fundur fyrir allt landið kl. 20:00

Ágúst – Sauðárkrókur (dagsetning og staðsetning augl. síðar)

Ágúst – Höfn (dagsetning og staðsetning augl. síðar)

Nánar um dagskrá fundanna og skráning á þá er að finna á vef stjórnarráðsins

Nánari upplýsingar