Með okkar augum hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, af­henti í dag dag­skrár­gerðarfólki og hug­mynda­smiðum sjón­varpsþátt­anna Með okk­ar aug­um Mann­rétt­inda­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar 2017 á mann­rétt­inda­degi Reykja­vik­ur­borg­ar.

Fyrir nokkrum árum kviknaði sú hugmynd hjá Landssamtökunum Þroskahjálp að reyna að greiða fyrir því að fólk með þroskahömlun fengi tækifæri til að gera sjónvarpsefni. Samtökin litu á það sem mikilvægt skref í því að fá almenning til að viðurkenna fatlað fólk sem virka og fullgilda þátttakendur í samfélaginu; fólk sem hefði margt mikilvægt og áhugavert að segja og ætti að fá tækifæri til þess og rétt til að á það væri hlustað.

Þessari hugmynd var tekið af nokkurri varúð ef ekki tortryggni, ekki síst af fjölmiðlum, í fyrstu og margir efuðust mjög um að þannig sjónvarpsefni næði til almennings í landinu. En þáverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Friðrik Sigurðsson, lagði ekki árar í bát. Samtökin þurftu því að finna ýmsar leiðir til að fjármagna fyrstu þættina sem voru sýndir af RÚV í tilraunaskyni.

Til að gera langa sögu stutta hafa þannig efasemda- og úrtöluraddir nú þagnað.  Þættirnir hafa orðið mjög vinsælir, brotið niður múra og fordóma og opnað augu margra fyrri margvíslegum hæfileikum fólks með þroskahömlun og þeim mikla ávinningi sem er af því fyrir okkur öll ef margbreytileiki mannlífsins fær að njóta sín.

Við óskum aðstandendum Með okkar augum til hamingju með viðurkenninguna.