Börn á biðlistum

Umboðsmaður barna hefur nú birt upplýsingar um bið barna eftir þjónustu. Tölurnar eru verulega sláandi og sýnir að töluverð fjölgun hefur orðið á biðlistum.

Skoða upplýsingar Umboðsmanns barna

Alls bíða 522 börn eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafa- og greiningarstöðinni í ágúst 2023. Af þeim voru 322 börn á aldrinum 0-6 ára og 200 börn 6-18 ára. 434 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði.

Einnig hefur orðið mikil fjölgun á biðlistum hjá Geðheilsumiðstöð barna frá því að Umboðsmaður barna kallaði eftir upplýsingum í desember 2021. Í ágúst 2023 biðu 1662 börn eftir greiningu en 1623 börn höfðu beðið  lengur en þrjá mánuði. 416 börn biðu eftir einhverfugreiningu og meðalbiðtími eftir slíkri greiningu voru 26-28 mánuðir.

Biðlistar eftir talmeinafræðingum eru ekki aðgengilegir vegna þess að biðlistar og kerfi eru ekki samræmd. Upplýsingar frá því í desember 2021 kemur fram að 3701 barn hafi verið á biðlista en þarf af voru 947 börn skráð á fleiri en einu stað.

Staðan er óboðleg með öllu og þá sérstaklega með tilliti mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og þjónustu fyrir viðkvæmasta hóp barna sem þurfa sárlega ráðgjöf og úrræði til að bæta lífskjör þeirra.

Landssamtökin Þroskahjálp skorar á stjórnvöld að bregðast við stöðunni án tafar svo að lögin um farsæld barna nái fram að ganga.