Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, grein 12

Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum,

e) sem viðurkenna að hugtakið fötlun er breytingum undirorpið og að rekja má fötlun til víxlverkunar milli skertra einstaklinga og viðhorfstengdra tálma og umhverfishindrana sem koma í veg fyrir fulla og virka þátttöku þeirra í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli,

i) sem viðurkenna enn fremur að fatlað fólk er sundurleitur hópur,

n) sem viðurkenna gildi þess fyrir fatlað fólk að vera sjálfrátt og sjálfstætt, meðal annars að hafa frelsi til að taka eigin ákvarðanir,

p) sem hafa áhyggjur af erfiðum aðstæðum sem fatlað fólk, sem reynir fjölþætta eða stóraukna mismunun sakir kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðlegs, þjóðernislegs eða félagslegs uppruna eða frumbyggjaættar, eigna, ætternis, aldurs eða annarrar stöðu, stendur frammi fyrir,