Prestur fatlaðra

Prestur fatlaðra þjónar fötluðu fólki um allt land. Sérstaklega er lögð áhersla á að þjóna fólki með þroskahömlun og aðstandendum þeirra.

Markmiðið með þessari þjónustu Þjóðkirkjunnar er að greiða götu fatlaðs fólks að kirkjunni. Þannig að við öll getum nýtt okkur þjónustu kirkjunnar á okkar forsendum og tekið þátt í starfi hennar.

Prestur fatlaðra er Guðný Hallgrímsdóttir. Hún hefur aðsetur í Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66 í Reykjavík. Viðtalstími er eftir samkomulagi. Síminn á skrifstofunni er 528 - 4410.