Styrktarsjóður Kristins Arnar Friðgeirssonar

Styrktarsjóður Kristins Arnar Friðgeirssonar hefur þann tilgang að styrkja fólk með þroskahömlun til náms, lista og íþróttaþátttöku, foreldra fatlaðs fólks til að afla sér aukinnar þekkingar vegna fötlunar barna sinna og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins verður sammála um.

Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn í aprílmánuði ár hvert með þeim hætti sem sjóðstjórn telur fullnægjandi. Eigi síðar en 15. júní skal úthluta úr sjóðnum og skal sjóðstjórnin tilkynna um úthlutanir. Sjóðstjórn er heimilt að veita styrki á öðrum tímum ársins. Við úthlutanir skal stjórnin leytast við að kalla sér til ráðgjafar sérfróða aðila með tillit til styrkbeiðna.

Umsóknir sendist á skrifstofu Þroskahjálpar, Háaleitisbraut 13, 105 Reykjavík.

 

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Sigurðsson, Þroskahjálp, sími: 588-9390 og Guðbjörg E. Andrésdóttir, Sjónarhóli, sími: 535-1900