Til baka
Ég lifði í þögninni
Ég lifði í þögninni

Ég lifði í þögninni

Eiginleikar:
Vörunúmer
Verð með VSK
3.500 kr.
Ég lifði í þögninni - 3.500 kr.
Styrkja - 3.500 kr.

Vörulýsing

Baráttukonan María Hreiðarsdóttir (1970-2022) gaf út lífssögu sína, Ég lifði í þögninni, árið 2017.  Landssamtökin Þroskahjálp hafa nú sett bókina aftur í sölu vegna fráfalls Maríu, en allur ágóði rennur til sonar Maríu, Ottós Bjarka.

Í bókinni lýsir María meðal annars ýmsum baráttumálum sínum en hún var formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og barðist þar ötullega fyrir réttindum sem ófatlað fólk telur sjálfsögð, s.s. réttinum til að stofna fjölskyldu og halda frjósemi sinni og að hafa mannsæmandi laun fyrir vinnu sína.

Guðrún V. Stefánsdóttir skráði lífssöguna ásamt Maríu.

Einnig er hægt að velja að styrkja son Maríu, án þess að fá bókina senda, með því að velja 'Styrkja' úr fellilistanum.

Sækja skal eintök á skrifstofu Þroskahjálpar á Háaleitisbraut 13, 3. hæð. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef senda á bókina með pósti.