Minningarkort

Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar læknis.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 til minningar um Jóhann Guðmundsson (1933-1990)
varaformann Landssamtakanna Þroskahjálpar og ötulan baráttumann fyrir réttindum fatlaðra.

Markmið sjóðsins er að styrkja fatlað fólk til að sækja rétt sinn.
Stjórn sjóðsins er skipuð af stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar til fjögurra ára í senn.
Stjórnin sér um varðveislu eigna sjóðsins og ákveður úthlutun úr honum.

Sjóðurinn, í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands, stóð árið 2004 að útgáfu
bókarinnar  "Réttarstaða fatlaðra" eftir Brynhildi Flóvenz.

Stjórn sjóðsins skipa:
Hrefna Haraldsdóttir formaður, Helga Baldvins- og Bjargardóttir, Laufey Gissurardóttir, Tómas Jónsson og Sigurður Sigurðsson.

Sjá sýnishorn af minningarkorti

Ath: Neðangreint form gerir ráð fyrir því að greitt sé með greiðslukorti. Viljir þú frekar fá sendan gíróseðil vinsamlega smelltu hér.

Fá sendan gíróseðil heim

Greiðsluupplýsingar