Viðhald og umsjón fasteigna

Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir starfsmanni til að annast viðhald fasteigna samtakanna og hafa umsjón með ýmsu sem varðar rekstur þeirra.

Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir starfsmanni til að annast viðhald fasteigna
samtakanna og hafa umsjón með ýmsu sem varðar rekstur þeirra.

Samtökin reka húsbyggingasjóð sem byggir og kaupir íbúðir sem henta þörfum fatlaðs
fólks og eru leigðar því. Auk þess eiga þau og reka orlofshús á Flúðum og hús fyrir fatlað
fólk utan af landi sem þarf að dveljast um takmarkaðan tíma á höfuðborgarsvæðinu
og þá eiga samtökin hlut í Háaleitisbraut 13 þar sem skrifstofa þeirra er.

Starfsmaður þarf að uppfylla eftirfarandi kröfur:


.. Vera handlaginn og fær um að sinna margvíslegum viðhaldsverkefnum.
.. Hafa starfsreynslu sem nýtist í starfi.
.. Menntun sem nýtist í starfi æskileg.
.. Búa yfir mikilli samskiptahæfni, vera sveigjanlegur og áreiðanlegur.

Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Framkvæmdastjóri samtakanna veitir nánari
upplýsingar um starfið, s. 588- 9390,
arnimuli@throskahjalp.is.

Umsóknir um starfið skulu sendar á
throskahjalp@throskahjalp.is fyrir 20. júní nk.